Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
Jón Sigui'ðsson.
Staðarsveit sem er ein fegursta sveit á landinu, mjókkar lág-
lendið og er þó breitt milli fjalls og fjöru, holt hverfa af lág-
lendi að mestu og dalir og múlar úr fjöllum, á ströndinni mikl-
ar fjörur og sandar og reki mikill.64 Undir Jökli og kringum
hann er breið og mikil slétta fomra hrauna og úfinna, og
grettin fjöll ofan við þau, há og hrikaleg, og í hverju skarði á
milli þeirra hafa þessi hraun fossað á sínum tíma niður hlíð-
amar.65 Við Stapa eru hinir fegurstu sjávarhamrar og tíguleg-
asta brim sem um getur hér á landi.66 Norðan undir Jöklinum á
hólum milli hrauns og sléttu „gnæfir Ingjaldshóll, hið forna
höfuðból, yfir víðar sléttur hrauna í vestri, og gróið land að
Enni. Húsin þar sjást vítt að um land og sjó“.67 I Mávahlíð
vestan Búlandshöfða er hið fegursta bæjarstæði við sævarlón í
fjallkrika, lónið girt malarkambi að framan en flæðiengjakög-
ur að ofan og bærinn stendur yfir engi og lóni í grænni hlíð.68
Grundarfjörður var fögur byggð og fjaran þar sérstakur heim-
ur einstakrar margbreytni og fegurðar.69
Jón Sigurðsson í Ystafelli virðist næstum því hafa komist í
rómantíska stemmningu, þegar hann kynntist náttúrufegurð-
inni á Snæfellsnesi, og staðháttum á Hellissandi lýsir hann
næstum því sem álfaheimi. Það er eins og opnast hafi fyrir
honum ný veröld sem hann varð svo hrifinn af. Hann sá varla