Breiðfirðingur - 01.04.1999, Side 45
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
43
það sem þeir sem á undan honum sáu helst og töluðu mest um,
það er fátækt, sóðaskap, ómenningu og amlóðaskap. Þó að hann
sjái bág kjör, frumstæða búskaparhætti og úrelt vinnubrögð,
þá gerir hann ekki mest úr því en bendir hinsvegar á það.
Um Snæfellsnes sagði Halldór Kiljan Laxness að það hefði
„alt til síns ágætis sem hjartað þráir ... Til skemmtunar má
telja einhverja mestu náttúrufegurð landsins ..Hann telur að
Búðahraun sé „eftilvill fjölgrösugasti blettur landsins" og fyrir
Reykvíkinga sé Snæfellsnes „einsog draumaland útí kvöldroð-
anum, á vetrin virðist það einna helst vera úr postulíni".70
Það var hinsvegar viðhorf Halldórs Kiljan Laxness að „eink-
um norðanmegin nessins utanvert,“ eða undir Jökli, byggju menn
við „eymdarástand."71 Honum fannst „eymdarástand mannfólks-
ins“ vera í átakanlegri mótsögn við auðlegð náttúrunnar á
Snæfellsnesi og fegurð þessa sérkennilega héraðs.
Snœfellingar
í ritum þeim sem hér er stuðst við koma fram mjög eindregin
viðhorf til Snæfellinga, þar á að hafa verið meiri fátækt, meiri
ómenning en annarsstaðar á landinu. Allt frá Eggerti og
Bjama eru þessi skrif nokkuð áberandi og flestir þeirra sem
þau sendu frá sér voru þjóðfrægir menn og ummæli þeirra því
tekin alvarlega og þau birtust í víðlesnum ritum, mótuðu því
viðhorf til Snæfellinga, eða héldu við gömlum viðhorfum.
Flestir Snæfellingar hafa að líkindum einhverntíma fengið að
heyra það að þeir væru „frá vondu fólki“. Snæfellsnes er útnes
og var lengi vel mjög einangrað. Kaupmenn kunna að hafa
verið þar fleiri á tiltölulega litlu svæði vegna verstöðvanna, og
ef til vill harðdrægari, og þeir gátu sennilega ráðið því hvað
þeir greiddu fyrir fiskinn. Fátækt var því varanleg í gegnum
aldirnar á þessu svæði og mannmergð á íslenska vísu í ver-
stöðvunum er þar mynduðust og sem snemma fengu á sig
slæmt orð. Langflestar jarðir og verstöðvar vom í eigu kon-
ungs og kirkna fram um síðustu aldamót, og allur arður rann
því út úr héraðinu.