Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
í Ferðabók Eggerts og Bjarna segir að á Snæfellsnesi sé
fólkið ólíkt á vöxt og að jafn ólíkt og það sé í útliti þá sé því
einnig svo farið um skaphöfn þess. Þangað kemur fólk úr ná-
grannahéruðunum, úr Dalasýslu, Borgarfirði og af Norður-
landi og setjist þar að. Fólk á Snæfellsnesi segja þeir vera dug-
meira yfirleitt en fólk á Suðurlandi.72 Bæi segja þeir vera verr
hýsta og minni en í Borgarfirði, lakar gerða og óhreinlegri
bæði að utan og innan.73 Gleðir og skemmtanir voru ekki nærri
eins oft haldnar á vetuma og áður var, en Snæfellsnes var
næstum eini staðurinn á landinu þar sem menn iðkuðu glímu.74
Varðandi þá fullyrðingu útlendra höfunda að „hvarvetna á
landinu tíðkist það að hafa kýmar í dvalarherbergjum manna“,
þá segjast þeir hafa lýst því að peningshúsin stæðu út af fyrir
sig fráskilin öðrum húsum. Þessar frásagnir megi rekja til ver-
stöðvanna og verslunarstaðanna, þar sem fátæklingar sem hafi
kannski eina kú, krói hana af í bæ sínum með timburskilrúmi.
Þaðan hafi þessir útlendu höfundar vitneskju sína.75
í Sýslu- og sóknarlýsingum Snæfellsnessýslu kemur fram
varðandi skriftarkunnáttu manna í hverri sókn að hún er frá 20
mönnum skrifandi, 368 óskrifandi, í einni sókn ekki nema átt-
undi hver, í annarri eru 70 „karlmenn bréffærir“ og í enn ann-
arri eru margir almúgamenn skrifandi, bæði karlar og konur,
„og mjög tíðkast það, að bændur vilji láta börn sín læra að
skrifa“.76
I sambandi við siðferði í þessari lýsingu þá er það sagt „all-
gott“ og „með betra móti“, eða „vonum framar ólastavert" og
„gott og kristilegt“. Það sem helst veldur áhyggjum prestanna
er „heldur frek brennivínsbrúkun“ og „lausung“.77
Þorvaldur Thoroddsen segir í Ferðabók sinni ekki mikið um
Snæfellinga í heild að öðru leyti en því að hann talar um bág-
borinn efnahag manna á Snæfellsnesi og að þar væri „mann-
ræna lítil hjá íbúunum að bjarga sér. Því miður er hvoru-
tveggja satt,“ segir hann,78 og ástæðan segir hann að sé „eðli-
leg afleiðing gamalla meina“, og hvergi þar sem hann hafi far-
ið um hafi hann séð „búskapinn á jafn lágu stigi og í sumum
hreppum á Snæfellsnesi. Alls staðar annars staðar var vottur til