Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
Séra Árni Þórarinsson.
hann kom þangað 1886, þegar hann þóttist verða þess vís að
fólk þar vestra var harla ólíkt því sem hann átti að venjast á
Suðurlandi, og ýmsir siðir komu honum ískyggilega fyrir
sjónir. Ef hann gaf sig á tal við menn og spurði þá álits, þá
„urðu (þeir) eins og þokumökkur í framan af andskotans
hræsninni... og ég hugsaði: Innan um hvaða óskaparlýð er ég
kominn hérna?“83 Og hann fór fljótlega að hugleiða það „hví-
lík hörmungarálög lægju á þessu veslings byggðarlagi ... en
það var öfund, ósannsögli, forherðing og hefnisýki, sem hvíldi
yfir héraðinu."84 Snæfellingar voru „einarðari og ófeimnari“,
en menn fyrir sunnan. „En feimnisleysið gat stundum gengið
svo langt, að það snerist í ósvífni og stappaði nærri villi-
mennsku.“85 Böm voru „spurul, frökk og blygðunarlaus,"86 og
sá „ósiður“ ríkjandi að foreldrar tækju málstað bama sinna að
jafnaði að órannsökuðu máli, þetta ól upp í þeim frekju en
„Fyrir þessa villimennsku voru börn í prestakalli mínu þrosk-
aðri um vitsmuni en börn á sama aldri á Suðurlandi, virtist
mér að minnsta kosti.“87 Börn á Snæfellsnesi voru bráðþroska
og í prestakalli hans var meðferð á tökubömum öllu betri en í
Amessýslu.88 „A Snæfellsnesi er allt þurrara og beindist í þá
átt að stinga grínyrðum að mönnum og dispútera - að pexa og
þræta,“89og „Snæfellingar voru snillingar í rógburði,... sannir