Breiðfirðingur - 01.04.1999, Blaðsíða 49
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
47
meistarar í að útbúa rógburðinn þannig að honum yrði trú-
að.“90 Svo var það „hefndarlygin“, sem var mikið böl en ekki
aðalbölið. „Höfuðspillingin og djöfullinn, sem lá yfir hér-
aðinu, var einmitt það, að almenningsálitið var með þessu,
gladdist af því, útbreiddi það, sneri lyginni í sannleika og gekk
í samábyrgð með lygurunum. Þetta var meginspillingin, og í
skjóli hennar blómgaðist ósvífni einstaklinganna.“91
Séra Ámi fékk bréf frá bróður sínum, presti sem var búsett-
ur í Kanada. Þar er tekið fram að í Kanada sé fólk úr flestum
löndum, þar á meðal íslandi, og íslendingar taldir vera mann-
aðastir og menntaðastir allra sem þangað höfðu flutt „nema
Snæfellingar. Þeir eru sá aumasti lýður, sem sézt hefur hér í
Kanada.“92 Hann segist vera vanur því að lýsa Snæfellingum
þannig stundum: „Það er það versta og bezta fólk, sem ég hef
þekkt“,93 og kostir þeir sem honum fannst mest til um voru
„trúarstyrkur þeirra og dulargáfur",94 þeir voru ekki „eintómar
skuggahliðar. Þeir höfðu einnig mannsparta frá ríki ljóssins og
suma í miklu stærri stíl en ég hefi þekkt annars staðar ... Þar
hef ég gengið í háskóla hjá alþýðunni í 48 ár.“95
Flest það sem séra Árni lét rita um Snæfellinga segist hann
hafa sagt „þar fyrir vestan í 48 ár, bæði um þá og upp í opin
eyrun á þeim.“96 Hann tekur það líka fram að lýsingar þær á
hinni svörtu hlið Snæfellinga séu „sérstaklega bundnar við
Hnappadalssýslu. Þar var ég þjónandi prestur í hartnær 48 ár,
kunnugur hverju mannsbarni og vissi grein á hverjum krók og
kima. Annars staðar á nesinu þekkti ég minna til.“97
Það ber að hafa í huga að presturinn var „að skamma söfn-
uðinn“ í anda spámanna bíblíunnar.98
Halldór Kiljan Laxness lýsir viðhorfum sínum til Snæfellinga
og finnst þeir hugsa einkennilega. Hann segist halda að íbúar
„þessa glæsilega alsnægtalands, búi við einna þreingstan kost
allra landsmanna." Hann segir „eymdarástand“ ríkja í kaupstað
eins og Ólafsvík. Hann reynir að kynnast viðhorfum Snæfellinga
til þessa ástands, og ef til vill skýrir það sem út úr því kom að
einhverju hvemig ástatt var. Halldór spyr einn þeirra: „Hvemig
stendur á því að þið sem lifið við þessi eymdarkjör kjósið auð-