Breiðfirðingur - 01.04.1999, Side 51
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
49
Magnús Stephensen.
skrifuðu um verstöðvar og þurrabúðalíf, um þá sem „hlaupa úr
vistinni í þurrabúða ómennsku og hægð“, og settu alla sína „von
til ens stopula sjávarfengs, ... og þegar eitt ár til sjávar misfellur,
drepast þeir sjálfir útaf fyrstir manna úr hor, sem flugur flokkum
saman, ellegar hlaupa öldungis burt, ... (og) slengja óforsorgaðri
ómagahrúgu“ á þá sem eftir em og láta þá sjá fyrir „hyski sínu“.
Þetta em að dómi Magnúsar Stephensens flestallt iðjuleysingjar
sem „nær ekkert kunna eða nenna að vinna, nema róa á sjó, og
lítið annað í uppeldi lært hafa en sjóbúða lygaþvaður, þjófnað og
margvíslega óráðvendni.“l0! Magnús lætur Eykonuna Island tala
um þurrabúðalíf á landinu „sunnan og vestanvert“, hún talar um
„hafnimar og minn höfuðstað“, svo að líkast til er átt við verstöðv-
ar í Reykjavík og í grennd og á Snæfellsnesi fyrst og fremst.104
Eykonan lýsir áhyggjum sínum af vaxandi þurrabúðalífi,
sem sé ein stærsta orsökin til báginda um sunnan- og vestan-
vert landið, því þar sé oft að finna „latt og útsjúgandi iðjulaust
þurrabúðafólk, þennan krabba í minni og sjóplássa minna vel-
megun.“105 Magnús Stephensen á varla nógu sterk orð til þess
að lýsa siðspilltu lífi fólks í þurrabúðunum. Hann telur að þar
sé „sú sanna uppspretta til iðjuleysis og óráðvendnis hjá mörg-
um, til lausamennsku, ómennsku, vinnuhjúaskorts, kosta-
vendnis og þvermóðsku, sem víða bjóða byrginn og keppast