Breiðfirðingur - 01.04.1999, Side 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
inssyni, alltaf var kaupakona „undan Jökli“ ólétt og með eitt
eða tvö börn með sér, sjálfsagt hefur það komið fyrir.
Rósa Guðmundsdóttir (1795-1855), Skáld-Rósa, bjó í Ólafs-
vík frá 1839 eða 1840 og fram á 5. áratuginn. Hún stundaði
kaupavinnu, líklega aðallega í Húnavatnssýslu. Síðla sumars
var hún á heimleið úr einni slíkri ferð, en dó á bæ einum á
leiðinni, þá bjó hún í Hafnarfirði.
Ami prófastur Þórarinsson segir um fólkið undir Jökli, og
viðhorf hans voru ekki síður dæmigerð: „Þangað sópaðist alls
konar lýður, dreifði út frá sér áhrifum, gat böm og buru og
sumir settust að í héraðinu. Aðalmenningarstraumamir, sem
runnu um Snæfellsnes sunnanvert munu einmitt hafa komið
vestan undan Jökli. En í þeirri menningarmiðstöð mátti heita
að ríkti alger villimennska, fjöldi fólks ólæs og óskrifandi,
fáfræðin afskapleg, drykkjuskapur, rifbaldaháttur, léttúð, slark
og fátækt.“112
Ami prófastur Þórarinsson vísiteraði að Ingjaldshóli og að
Hellnum fjómm sinnum á hvomm staðnum, á þriðja áratugnum.
Hann „yfirheyrði“ þar böm hverju sinni og segir hann þau hafa
reynst „í bóklestri og kristindómsfræðslu sumpart ágætlega og
sumpart dável að sér“ eða „yfirhöfuð mikið vel að sér.“ 113
Það kvað oft við sama tón hjá séra Áma og hjá þeim Magnúsi
Stephensen og Þorvaldi Thoroddsen, en hann segir ennfremur:
„En þeim sem fóru til róðra í verstöðvunum, óx þar mjög
áræði og andlegt sjálfstæði. Verstöðvamar voru skóli, sem
menntuðu menn mikið.“114Lúðvík Kristjánsson er á sama máli
í riti sínu íslenskum sjávarháttum 4, en þar segir hann að „ver-
búðarskólinn, sem höfundur vill nefna svo, var ekki hugarfóst-
ur, heldur ljós staðreynd, þar sem margir voru sáðmennimir.
Uppskerunnar af starfi þeirra gætti víða og lengi, því að mað-
ur kenndi manni, og þannig jókst og efldist alþýðumenntun í
svo til skólalausu landi.“"5
Lúðvík lítur nokkuð öðrum augum á verstöðvamar en áður
hefur komið fram, en að líkindum er þama fyrst og fremst átt
við þá sem komu til verstöðvanna úr sveitunum, og kenndu
hverjir öðrum en oft munu heimamenn hafa notið góðs af. Hins