Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 57
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
55
Keflavíkurlending. Mynd Ó.E.
yður, en ef ég hef ekki lán til að halda yður kyrrum á jörðunni,
þá er að taka því, en ég áskil mér þann rétt, að þér aðvarið mig
í tíma, ekki seinna en í miðjum ágústmánuði, hvað þér kunnið
að ráða af í þessu efni, ég vil ekki hrapa að því að byggja jörð-
ina hinum eða þessum ábúendum, og því verð ég að hafa tím-
ann fyrir mér. En sem sagt, óska ég helst af öllu að þér verðið
kyrr, og vona ég að efnahagur yðar greiðist svo og græðist að
yður verði ekki um megn að inna landskuldina af hendi eptir-
leiðis, eins og þér hingað til hafið komist sómasamlega og
skilvíslega útaf viðskiptum yðar við mig og formann minn.
Ég orðlengi þetta ekki frekar, en fel yðar góða vilja á vald
hvað þér ráðið af. En hvort sem þér farið eða verðið kyrr, þá
vil ég finnast yðar vin og þénustureiðubúinn kunningi.
Yðar
Oddg. Gudmundsen.118
Sú kvöð var ætíð á bóndanum að Keflavrkurbæ að halda úti
áttæringi á haust-, vetrar- og vorvertíðum, og hefur vafalaust
einhver eða einhverjir þeirra farist við það, því samkvæmt