Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 61
VIÐHORF TIL SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU
59
tilhneigingu til þess að kenna því sjálfu um hina erfiðu stöðu
þess, hún stafi fyrst og fremst af ódugnaði þess sjálfs.
Snæfellsnes, sérstaklega utanvert, eða undir Jökli, var mjög
einangrað svæði samgöngulega séð vegna ýmissa torfæra,
fjöll í sjó fram svo að sæta varð sjávarföllum, og úfin og löng
hraun, svo ekki sé talað um efnahagslega einangrun og arðrán
þegar allar jarðir á svæðinu og verstöðvar voru í eigu konungs
og kirkju, svo að öll jarðaafgjöld runnu út úr héraðinu til
kirkju og konungs og umboðsmanna hans. Þegar fátækasta
fólkið í nærsveitunum og allt norður í land, flosnaði upp í
harðærum, þá leitaði það töluvert vestur undir Jökul sér til
lífsbjargar, lengra var ekki hægt að komast. Þegar svo þar við
bættust tíðar drukknanir fyrirvinnu heimilanna, oftast manna á
besta aldri, þá gat skapast ástand sem skar í augu mennta-
manna sem þama komu í fyrsta sinn. Viðhorf þeirra komust í
hin víðfrægustu fræðirit, æviminningar og ferðasögur. Lýsing-
ar Magnúsar Stephensens, Þorvaldar Thoroddsen, séra Ama
Þórarinssonar og fleiri finnast mér vera klisjukenndar, tekur
þar hver upp eftir öðrum, og af litlum skilningi.
Heimildarrit
Amór Sigurjónsson: Hvernig skal byggja landið? 129-130. Bókaútgáfan Heims-
kringla. Reykjavík. 1939.
Búnaðarrit 17. ár. Þórhallur Bjarnarson: Ferð um Snæfellsnes og Dalasýslu sumarið
1902, 5-11, 18-21. Búnaðarfélag fslands, Reykjavík 1903.
Eimreiðin XXII ár. Ritstj. Dr. Valtýr Guðmundsson. Anna Thorlacius: Æskuminningar.
Kaupmannahöfn 1916.
Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á íslandi ái'in
1752-1757, 1. bindi Snæfellsnessýslu, 153-217. Steindór Steindórsson frá Hlöðum
íslenzkaði 1942. Bókaútgáfan Öm og Örlygur hf., 1981.
Halldór Kiljan Laxness: Dagleið á fjöllum. Einn dagur í senn. Draumalandið Snœ-
fellsnes, 248-9. Helgafell, Reykjavík, 1962.
Jón Jónsson: Oddur Sigurðsson lögmaður, 195. Ævi og aldarlýsing. Kostnaðarmaður:
Skúli Thoroddsen. Bessastöðum, 1902.
Jón Sigurðsson Ystafelli: Land og lýður, 41-55. Drög til íslenzkra héraðslýsinga.
Bókadeild Menningarsjóðs. Reykjavík, 1933.