Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 77
DÁLÍTIL FERÐASAGA
75
ArnórA. Guðlaugsson.
Ekki man eg eftir gistingunni í Búðardal. Það var nokkuð í
óvissu um áætlunarbílana. Snemma um morguninn fór flokkur
manna suður á Bröttubrekku að handmoka, um annað var ekki
að ræða, síðan komu vörubílar og sóttu ferðafólkið. Ekki man
eg hvað þeir komust langt, þá sáum við þar áætlunarbíl sem
bilaður var; voru menn eitthvað að fást við hann. Ferðafólkið
hélt áfram göngunni, þegar við komum syðst á fjallið hittum
við Júlíus Sigurðsson, sem lengi var bílstjóri hjá Dala-Brandi.
Hann var að moka sig áfram upp á við til að draga bilaða bíl-
inn niður.
Fótgönguliðið hélt áfram göngu sinni, komið var myrkur
þegar við komum að Dalsmynni. Eg held að allir hafi fengið
þar kaffi. Mér er minnisstætt hvemig allt leit þar út eftir ferða-
fólkið, gólf öll fljótandi í krapi, líkara því að skepnur en menn
hefði gengið þar um. Tíminn leið, loksins sáum við ljós
frammi í dalnum, bílamir báðir þar á ferð og í gangi. Við sem
til Reykjavíkur ætluðum fórum í bíl með Júlíusi, en skólafólk
frá Hvanneyri og Reykholti í hinn bílinn. Greiðasala var þá á
Ferstiklu, náðum við þangað áður en lokað var til að fá þar
hressingu. Veður var gott en snjór yfir öllu, en ekki til tafar.
Áfram var haldið og allt gekk vel þangað til við vorum
komin rétt út undir Fossá, þá bilaði bíllinn, honum varð ekki