Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 84
Einar G. Pétursson
Um þjóðhátíðina 1874
á Staðarfelli og Tindum í Geiradal
og fáein kvæði frá henni
Nú stendur fyrir dyrum á íslandi mikil hátíð til að minnast
1000 ára kristni í landinu og þess vegna verður að teljast við-
eigandi að geta örlítið um þá fyrstu af hinum miklu þjóðhátíð-
um sem íslendingar hafa haldið, þ. e. þjóðhátíðina 1874.
Seinna hafa verið haldnar Alþingishátíðin 1930, Lýðveldishá-
tíðin 1944 og Þjóðhátíðin 1974. Telja margir engan vafa á því,
að hátíðin 1874 hafi orkað hvað mest á þjóðina, en þá var eins
og kunnugt er þess minnst að þúsund ár voru liðin frá því, að
land byggðist. Um allar hátíðimar hafa verið gefnar út sérstak-
ar bækur og oftast fljótlega eftir hátíðahöldin. Ein undantekn-
ing er þó frá því, þar sem bók um þjóðhátíðina 1874 kom fyrst
út 1958 og var hún samin af Brynleifi Tobíassyni mennta-
skólakennara, en til hennar hafði hann byrjað að safna 1944
og sent fyrirspumir til margra manna. Einnig fór hann yfir
aðrar heimildir og sagðist (s. 9)
... hafa kannað allt það, sem prentað er um þjóðhátíðina á
íslenzku máli og nú er hægt að ná í, og talsvert af handrit-
um ... en sjálfsagt er enn margt ókannað í bréfum, dagbók-
um o. fl., og verður við það að sitja.
Bókin um þjóðhátíðina greinir vitanlega margt frá viðbúnaði
að henni, stjómarskránni, sem íslendingar fengu í byrjun árs-
ins, komu konungs vors, Kristján IX., til íslands, Þingvalla-