Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 87
UM ÞJÓÐHÁTÍÐINA 1874
85
Gíslason, faðir Þorleifs, lét prenta eftir sig í Kaupmannahöfn
1837: Einföld meining tilfrekari eptirþánka um haganlegustu
kyrkna hyggíngar á Islandi einkum í fjalldala regna-plázum.
Bæklingurinn var 28 síður og eflaust saminn vegna þess að
timburkirkjur voru viðhaldsfrekari en torfkirkjurnar höfðu
verið og því dýrar í viðhaldi. Einnig fékk Jón silfurbikar í
verðlaun frá konunglega danska búnaðarfélaginu með áletrun-
inni: For fortjenstful Jorddyrkning i Island, þ. e. fyrir ábata-
sama jarðyrkju á Islandi. Þorleifur samdi ævisögu Jóns föður
síns, sem að hans tilhlutan var prentuð í Kaupmannahöfn
1860: Æfisaga Jóns Gíslasonar, prófasts og riddara. Líkræða
eftir Þorleif var prentuð sama ár í Æfi-ágrip og útfararminn-
ing Jóns Matthíassonar frá 1822 til 1856 prests að Arnarbæli
í Ölfusi, er andaðist að Hjarðarholti í Laxárdal 9. okt. 1859.
Einnig samdi Þorleifur ritgerð „Örnefni nokkur í Breiðafjarð-
ar-dölum, úr Laxdælu, Landnámu, Sturlúngu, Grettis sögu,
Lóstbræðra sögu og Kórmaks sögu” og birtist hún í 2. bindi af
Safni til sögu íslands árið 1876. Þeir feðgar skrifuðu merka
sóknalýsingu á Hvammsprestakalli fyrir Hið íslenska bók-
menntafélag árið 1840, sem hefur ekki enn verið prentuð, en
vonandi verður bætt úr því áður en mjög langt um líður.
Af bömum Þorleifs má nefna Jón prest og skáld á Ólafs-
völlum (1825-1860). Árið 1868 kom út í Kaupmannahöfn
Ljóðmæli og ýmislegt fleira eftir Jón og á vegum Menningar-
sjóðs var gefið út 1973 Ljóð og sagnamál í umsjá Hannesar
Péturssonar skálds. Annars er Jón nú langþekktastur fyrir að
hafa skráð söguna um Tungustapa. Þorleifur H. Bjamason,
Ingibjörg H. Bjarnason og þau systkini voru börn Jóhönnu
Kristínar dóttur Þorleifs.
I bók Brynleifs um Þjóðhátíðina 1874 stendur (s. 147):
Norðanfari segir, að samsæti hafi verið haldið á Staðarfelli
2.-3. ágúst, og Þjóðólfur skýrir frá því, að bindindis- og
lestrarfélag hafi verið stofnað í Saurbæ vestur á öndverðu
ári 1874 og að lndriði Indriðason, yngismaður á Hvoli (síð-
ar hrstj. á Skarði á Skarðsströnd, d. 1946), hafi haft forustu