Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 88
86
BREIÐFIRÐINGUR
um þá félagsstofnun. Þetta er allt og sumt, sem fundizt hefir
í prentuðum heimildum um hátíðahöld og hreyfingar, í sam-
bandi við þjóðhátíðina, í Dölum vestur.
Brynleifur hefur síðan ýmislegt um þjóðhátíðina eftir Þorgilsi
Friðrikssyni frá Knarrarhöfn, föður Þórhalls bókavarðar og
margra systkina, afa Friðjóns Þórðarsonar, sýslumanns og ráð-
herra. Getur Þorgils um hátíðahöld á Staðarfelli, sem Brynleif-
ur telur að hafi farið fram í byrjun ágúst. „Segir Þorgils, að þar
hafi verið virðulegur mannfagnaður með hátíðarblæ.” Bryn-
leifur hefur eftir sögn Friðjóns Jenssonar, læknis á Akureyri,
föðurbróður Ásgeirs Bjamasonar í Ásgarði, að hann „segist
muna eftir messu í Hvammi í Hvammssveit 2. ág. Þar var þá
prestur sr. Steinn Steinsen ... einnig að fólkið hafi verið betur
búið en hann man eftir að hafa séð það áður.”
I beinu framhaldi af ummælum Friðjóns Jenssonar um
messuna eru þessi lokaorð Brynleifs um hátíðahöld Dala-
manna á Staðarfelli 1874:
Inn glæsilegi, skörulegi og skemmtilegi samkvæmismaður,
Lárus Blöndal, var þegar þetta gerðist sýslumaður Dala-
manna og bjó á Staðarfelli. Má því nærri geta, að veizlu-
fagnaður hefir verið þar góður. Líklegt er, að Indriði Gísla-
son (sagnaritara Konráðssonar), bóndi á Hvoli í Saurbæ, er
setið hafði eitt sinn á Alþingi sem þingm. Dalamanna, hafi
setið hóf þetta sem aðrir héraðshöfðingjar í Dölum vestur,
einnig Jón inn ríki Jóhannesson á Breiðabólstað í Sökkólfs-
dal, sr. Friðrik Eggerz o. fl.
Bréf Þorleifs eru dagsett 20. júní og 16. nóvember árið 1874,
en aftan á það fyrra virðist vanta. Ekki þótti taka því að sleppa
einhverju úr þessum bréfum og verða hér skýrð fáein atriði.
Fjöl sú sem Þorleifur sendi Forngripasafninu var úr vindskeið
af Hvammskirkju og getur gripa þessara sem númer 991 og
992 í Skýrslu um Forngripasafn Islands, sem kom út 1881.
Þorleifur var duglegur að senda safninu gripi.