Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 89
UM ÞJÓÐHÁTÍÐINA 1874
87
Um Þjms. 992 segir m.a. í fyrrnefndri skýrslu: „Skorinn vindskeiðarpartur
úr Hvammskirkju í Dölum; hann er með stórgjörðri rós í byzantínskum stíl,
vel gjört og hreint skorið, og lagið gott á rósinni. Fjölin er að lengd nœr 2
ál., breidd 10 þuml. Sagað er afbáðum endum, og á öðrum höggin afrósin,
þar fjölin hefir verið höfð til einhvers síðar. Skurðurinn á þessari fjöl er
alveg hinn sami og á nr. 976, og er hvortveggja af vindskeiðum af Hvamms-
kirkju, varlayngra enfrá 16. öld“. Ljósm.: Ivar Brynjólfsson. Þjms.
Ekki kemur fram í bréfum Þorleifs hverjir voru í nefndinni
til undirbúnings fyrir gleðifundinn á Staðarfelli, en Brynleifur
getur í upphafi frásagnar sinnar af þjóðhátíðinni í Dölum um
prestafund, sem vildi efna til sjóðstofnunar en úr því varð
ekkert. Ekki er líklegt að prestafundurinn hafi haft eitthvað
með nefndina að gera og móti því mælir mjög sterklega, að
Þorleifur segir í seinna bréfinu, að sýslumaður var fundarstjóri,
sem boðaði fundinn. Slæmt hefur mörgum þótt og myndi
þykja ekki síður nú á dögum, að konur skyldu ekki hafa haft
aðgang að fundinum.
Jón Guttormsson (1830-1901) prestur í Hjarðarholti var
prófastur Dalamanna þjóðhátíðarárið, en hann var ættaður af
Austurlandi eins og nafnið bendir til. Jón varð prestur í Hjarð-