Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 93
UM ÞJÓÐHÁTÍÐINA 1874
91
með 25rd þakka eg yður sem öll önnur auðsýnd vinarhót, hvar
á meðal áreiðanleg aðstoð í mörgu umvarðandi fyrr og síðar,
ástsamlegast.
Mér líður enn bærilega í ellinni til heilsunnar, en hag mín-
um með annað fer heldur hnignandi í því er útsjóninni viðvík-
ur framvegis; því að undanförnu hefur mig dregið drjúgt að
eiga fleiri sauðkindur í fóðrum en í þau vissu, svó eg varð nú
að lóga þeim gjörsamlega, því hverki þorði eg að eiga það
eins á hættu vegna tíðarfarsins og fyrra, þá víðast voru hey-
fyrningar, sem nú voru engar, né leggja eins mikið í kostnað-
inn og í fyrra 20 fiska með kindinni, og fóðrin þá víða ófull-
komin.
Nú má telja „Bauluhaust” hjer um sveitir, því varla er sá
bær, að ekki hafi verið fargað nautkind og víða 2r á sama bæ,
og ungri kú kálflausri varð eg að farga sem hjer tapaði burði.
Þama kemur að því sem við má búast af langvarandi túnavan-
rækt hjá almenningi. Nýting heya var hjer dágóð í sveitum, en
sumstaðar mistust og fenntu úthey í Mikaelsmessubylnum, og
sauðfje mun þá óheimt fennt hafa á fjöllum auk þess mikla
fjármissis er Indriði á Hvoli varð fyrir í búfjárhögum á Svína-
dal í þessum sama byl, því fanndýpið varð stórkostlegt.
Að vísu horfir heldur út fyrir bjargarþröng í vetur hjá fá-
tæklingum vegna skorts á matvörum í St(ykkis)hólmi enda
strax í kauptíð, þó varð hún drjúgari nú að haustinu hjá D.
Thorlacius, hefði þó betur sjest, ef nægileg matvara hefði ekki
fengist á Borðeyri. Hólmverjar fengu nú sláturfje í skuldir en
höfðu þó síst vilja til að kaupa það móti peningum, sem sumir
munu hafa óskað, þegar breyting á gjaldmyntinni fer í hönd
og enda lítið af allskonar gamalli mynt fyrir hendi þegar hún
fæst ekki hjá kaupmönnum til opinberra þarfa, einsog opt að
undanfömu.
Þareð ferð fellur hjeðan rakleiðis með sendimanni prestsins
hjerna, vildi eg biðja yður svovel gjöra að hjálpa mér um móti
andvirði af Biflíuverðinu hjá yður um bréfafrímerki fyrir 3
mörk og bréfaumslög hin minni fyrir 2 mörk og Andvara
Þjóðvinafjelagsins 1 exemplar ef hann er kominn, hann mun