Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 95
U M ÞJÓÐHÁTÍÐINA 1874
93
aðgang til hans, en víðast um héraðið munu búendur hafa gefíð
heimilisfólki vinnuhvíld og ðnnur hátíðarbrigði lta ágústí-
m(ánaðar).
Fjölina og flosstólinn sendi eg í byrjun kauptíðar með viss-
um manni til D. Thorlaciusar, en meira veit eg ekki.
Fyrirgefið línur þessar sem endast með heillaóskum til yðar
og allra elskaðra ástmanna frá yðar
skuldbundnum heiðrandi og elskandi
Þorleifi Jónssyni
Guðmundur Gísli Sigurðsson minnist á
þjóðhátíð á Tindum í Geiradal.
Guðmundur Gísli Sigurðsson var fæddur á Ytraleiti á Skógar-
strönd 4. okt. 1834 og var sonur séra Sigurðar Gíslasonar á Stað
í Steingrímsfirði og konu hans Hildar Guðmundsdóttur prests á
Stað í Hrútafirði Einarssonar. Guðmundur var stúdent úr Reykja-
víkurskóla 1859 og lauk prófi úr Prestaskólanum 1862. Hann
varð aðstoðarprestur föður síns 1862, en fékk Fljótshlíðarþing
1865 og var veittur Gufudalur 11. júní 1866 og varð aðstoð-
arprestur föður síns síðar sama ár. Arið eftir var honum veittur
Gufudalur, en fékk lausn frá embætti 1871. Eftir það dvaldist
hann lengst af hjá mági sínum, Eggerti Jónssyni á Kleifum í
Gilsfirði, en seinni kona hans var Ingveldur systir Guðmundar.
Þar dó Guðmundur 25. maí 1892. Guðmundur kvæntist, en
hjónabandið stóð stutt og hann átti ekki afkomendur.
Guðmundur var vel hagmæltur og komu út eftir hann Viku-
sálmar í Reykjavík 1860, eða sama árið og hann lauk prófi úr
Prestaskólanum. Fjórir sálmar eftir hann voru í sálmabókinni
1871 og er einn sálmur eftir hann í síðustu sálmabók frá 1971:
„Veit mér náð að vaka’ og stríða”. Kveðskapur eftir hann er í
handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns. Þar í handrit-
inu Lbs. 1775, 4to eru kvæði þau hann sem nefnir í bréfinu til
Jóns Arnasonar og birtast þau hér á eftir.