Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
Guðmundur safnaði nokkuð til Þjóðsagna Jóns Árnasonar
og var heimild oft í gömlu útgáfunni tilgreind: Vestfirzk sögn.
Margar sagnir til viðbótar eru frá Guðmundi í nýju útgáfu
Þjóðsagnanna.
í bréfínu er vísað til þess að í húsi Menntaskólans hélt Dana-
konungur, Kristján IX., veislur sínar og gaf konungur Jóni
tóbaksdósir.
Þótt ekki sé það vel ljóst er eðlilegast að skilja bréfið svo,
að samsætið á Tindum hafi verið þjóðhátíð fyrir Geiradalinn,
enda hefði Guðmundur annars ekki verið að tala um kveðskap
sinn í þjóðhátíðarnafni. Brynleifur Tobíasson greinir aðeins frá
mikilli hátíð á Reykhólum og hefur ekki spurnir af hátíðum
annars staðar í héraðinu, en ekki getur hann neinna heimilda.
Er frásögn Guðmundar því algjör viðbót við það sem áður var
vitað um hátíð í Barðastrandarsýslu.
Hinn þollyndi antiqvar [þ. e. fornfræðingur] dr. Maurer er
þýski prófessorinn Konrad Maurer, er hér var á ferðinni 1858,
en ferðasaga hans, íslandsferð 1858, kom út í íslenskri þýð-
ingu Baldurs Hafstað á kostnað Ferðafélags Islands árið 1997.
Maurer gaf út þjóðsögur á þýsku 1860 og hvatti Jón Ámason
mjög til söfnunar þjóðsagna, en safn Jóns kom út tveimur
árum síðar eða 1862.
Kleifum í Gilsfirði 11. sept. 1874.
Háttvirti herra skólavörður!
Elskulegi vinfaðir og bróðir!
Guð gefi þjer og þínum allar stundir gleðilegar í Jesú nafni.
Þessari ósk læt eg verða samferða mínar beztu og virðingar-
fyllstu þakkir fyrir þitt heiðraða brjef dags. 25. nóv. f. á.,
hverju allt of lengi hefur dregizt fyrir mjer að svara og þó var
það mjer kærkomnara en jeg geti fráskýrt. Allt undanfarið
ágæti þitt til forna geymi eg usque ad umam [þ. e. allt til
dauða] í þakklátum huga.
Fáar eru frjettir að fortelja þjer utan bærilega líðan mína 1.