Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 97
UM ÞJÓÐHÁTÍÐINA 1874
95
s. G. Drottni hefur þóknast að reyna mig með ástvinamissi í
sumar, eins og þú hefur frjett með pósti, og hef eg ástæðu til
að samfagna hlutskipti míns elskulega Föðurs og systurdóttur,
sem komin eru úr eymdadal heims þessa. Þó mjer þyki nú
„skarð fyrir skildi”.
Jeg skemmti mjer sem fyrr við bókiðnir mínar hjer í húsi
mágs míns, sem er fræðimaður. Pólitík þessarar aldar hefi jeg
alls ekkert Interesse fyrir en þjóðsögum og fomleifum væri
mjer kært að geta sýnt liðsinni að minnsta kosti í orði. Jeg
samfagna þjer með tignargjöf þá er Hans Hátign konungr vor
sæmdi Þig meistari Jón! og skóla vorum gratulera jeg með
vegsemd þá að sjálfur Jöfur dvaldi þar intra parietes [þ. e.
innan veggja].
Hinn 2. ágúst stje jeg í stólinn í Garpsdal og gipti hjón eptir
messuna. A sunnudagskvöldið var samsæti á Tindum hjá með-
hjálpara sóknarinnar herra Finnboga Guðmundssyni prófasts
frá Melstað og fór allt siðsamlega fram. 2 vess og 1 sálm orkti
jeg í þjóðhátíðamafni samt 2. Konungsminni. Sálma síra Helga,
sem mjer falla vel - viðhafði jeg við guðsþjónustugjörðina
Ekki er hjer „um auðugan garð að gresja” af fornleifum en
víst held eg mætti hingað og þangað slæða upp úr djúpinu
æfintýri og kerlingabækur, ef við ættum völ á jafnþollyndum
Antiqvar eins og Dr. Maurer var.
Jeg vildi gjarnan kaupa Víkverja hjá þjer eptirleiðis og hann
mundi fá hjer fleiri kaupendur. Bezt væri að biðja einhvern
merkan mann t. a. m. Jón ívarsson í Gautsdal að hafa útsölu á
blaði þessu. Það gleður mig að Garpsdalur er veittur
efnilegum manni og er skyldfólk hans mjög ástsælt hjer
vestra, eins og það í sannleika verðskuldar.
Forláttu klórið, sem endar með beztu kveðjum hjeðan og
hugheilum heillaóskum.
Þinn einlægur vin
virðingarfyllst
GG Sigurðarson