Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 108
Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason
Stóra flyðran
Þann sjötta ágúst árið 1967 var blíðuveður, suðaustan andvari
og úrkomulaust.
Tveir góðir gestir voru komnir í heimsókn, ég hafði boðið
þeim að koma og fara með mér í flyðruróður. Þessir menn voru
Þórður Þorsteinsson, hreppstjóri í Kópavogi og Kristinn Vil-
hjálmsson, búsettur í Kópavogi. Ég var búinn að útvega for-
mann og bát í ferðina, Kristján Sigurðsson í Asi, hann átti 10
tonna lítinn þilfarsbát.
Var siglt frá Stykkishólmi um hádegi og haldið út á Selja-
klettaflögu í norðvestur frá Elliðaey, þar var nokkuð víst að
hægt væri að fá ufsa í beitu, kom það líka fljótt í ljós er við
renndum færi, að þarna var gráðugur ufsi og drógum við á
stuttum tíma það sem við töldum nóg á lóðina.
Fórum við nú þrír að beita lóðina en skipstjórinn sá um
siglinguna. Það var samkomulag milli okkar Kristjáns að ég
mætti ráða hvar við lögðum lóðina. Var nú stefnan tekin á
Oddbjamarsker og siglt í norður.
Þegar kornið var langleiðina að skeri sagði ég að hér skyld-
um við leggja fyrsta kastið. Var svo látið reka meðan lóðin lá.
Þegar við fórum að draga lóðina urðum við strax varir við að
hún væri lifandi. Þarna fengum við tvær vænar lúður, önnur
rúm 50 kg og hin um 30 kg. Nú var strax farið að beita lóðina
aftur meðan haldið var í átt að Flatey. Lögðum við næsta kast í
suðaustur af Flatey ekki mjög langt frá eynni. Nú var orðið
áliðið dags og fórum við því inn að bryggju í Flatey og Iágum
þar um nóttina og sváfum í bátnum. Snemma morguninn eftir
er siglt af stað að vitja um lóðina, það var sama blíðan og dag-