Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 132
130
BREIÐFIRÐINGUR
Hluti af landsvœði því sem Breiðfirðingafélagið hyggst grœða upp í
nágrenni Laugarskóla í Dalabyggð.
Eftir sumarfrí 1999 fór svo nýtt starfsár í gang með félags-
vist, vetrarfagnaði, dansleik í nóvember og er ekki að sjá ann-
að en aðsókn og áhugi fyrir félagsstarfinu sé í sókn. Breiðfirð-
ingakórinn, ein af deildum félagsins, starfar af miklum krafti
og er mjög ánægjulegt hve margir taka þátt í þessu skemmti-
lega söngstarfi.
Þegar 56. árgangur tímaritsins Breiðfirðingur kom út um
áramót 1998-1999 fylgdi með svokölluð efnisskrá útgáfunnar
frá upphafi og var send ókeypis til áskrifenda. Þessi skrá auð-
veldar lesendum heildarútgáfunnar að leita og fletta upp á því
efni sem fýsilegt er að skoða hverju sinni.
Verið er að undirbúa gróðursetningarstarf sem hefja á að
Laugurn í Dalabyggð svo og byggingu sumarhúss og vonandi
verður það hvort tveggja að veruleika á næsta starfsári. Aðal-
fundur félágsins var haldinn 24. febrúar og fóru fram venjuleg
aðalfundarstörf. I stjórn voru kosin: Sveinn Sigurjónsson for-
maður, Ingibjörg Guðmundsdóttir varaformaður, Björk Magnús-
dóttir ritari, Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri, Björn Pálsson,
Elís Þorsteinsson og Kristjón Sigurðsson. Varamenn: Inga Hans-
dóttir, Erla Þórisdóttir, Rannveig Eyberg. Endurskoðendur
voru kjömir: Benedikt Egilsson og Ulfar Reynisson. Vara-
menn: Eggert Kristmundsson og Gísli Guðmundsson. I kjör-