Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 9 . n ó v e M b e r 2 0 1 8 Fyrirtækjafræðsla Íslandsbanka Fjárfestingar og eignadreifing Miðvikudaginn 14. nóvember kl. 8:30 í Norðurturni við Smáralind Nánari upplýsingar á islandsbanki.is/fyrirtaekjafraedsla Börnunum í Vatnsendaskóla í Kópavogi var skemmt þegar þessi fjólubláa furðuvera kíkti inn um gluggann á baráttudegi gegn einelti í gær. Skólar Kópavogs fóru í gær í sjötta sinn í svokallaða Vináttugöngu í tilefni dagsins. Fréttablaðið/anton brink Fleiri myndir frá Vináttugöngunni er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+Plús stjórnMál Orkuveitan greiddi 750 milljóna króna arð til eigenda í fyrra og hyggst greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári. Orkuveitan tók nærri þriggja millj- arða króna lán hjá Íslandsbanka í lok árs 2016. Lánið átti þátt í því að veltu- fjárhlutfall félagsins hækkaði þann- ig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. Reykjavíkurborg á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og stjórnarmaður í OR, segir alvarlegt mál að slegin séu dýr lán gagngert til að greiða stjórn- málamönnum arð. . „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxta- kostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur. Ingvar Stefánsson, framkvæmda- stjóri fjármála Orkuveitunnar, segir að samkvæmt fjárhagslegum mark- miðum og skilyrðum beri Orkuveit- unni, rétt eins og sveitarfélögum, að hafa veltufjárhlutfallið yfir 1,0. „Þetta lán var einn liður í því,“ segir hann. „Lánið er greitt út 30. desember 2016, sem var síðasti virki dagur þess árs, og er það á verulega óhag- stæðum kjörum miðað við þau kjör sem Orkuveitunni bjóðast,“ segir Hildur um bankalánið. – kij / sjá síðu 6 Gagnrýnir dýrar lántökur fyrir arðgreiðslum frá Orkuveitunni Þarna er Orku- veitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni Stjórnarmaður í Orku- veitunni segir alvarlegt að félagið taki dýr lán til þess að greiða arð. Fyrirtækið tók lán upp á nærri þrjá milljarða króna í árslok 2016. Lán- ið hækkaði veltufjárhlut- fall þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt. alþingi Ósk Björns Leví Gunnars- sonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. Björn vill að nefndin vísi málinu til réttra yfirvalda leiði rann- sókn refsiverða háttsemi í ljós. Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sem fengið hefur hæstar akstursgreiðsl- ur, kveðst ekki hafa gert neitt rangt og vera þreyttur á málinu. Ekkert hafi verið athugavert við greiðslur til hans. – aá / sjá síðu 8 Akstursgreiðslur ræddar í nefnd Ásmundur Friðriksson, þingmaður sjálfstæðis- flokksins. 0 9 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 7 -E A 5 0 2 1 5 7 -E 9 1 4 2 1 5 7 -E 7 D 8 2 1 5 7 -E 6 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.