Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 16
Fótbolti Svava Rós Guðmundsdótt- ir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leik- tíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvand- ræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvals- deildinni. Svava Rós var jöfn tveim- ur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildar- innar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tíma- bil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deild- inni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Nor- egi og Svíþjóð hefst í janúar þann- ig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðs- framherjinn um komandi tíma hjá liðinu. hjorvaro@frettabladid.is Býst við að spila í Svíþjóð  Frumraun Svövu Rósar Guðmundsdóttar í atvinnumennsku gekk eins og í sögu en hún var markahæsti leikmaður Røa á tímabilinu sem leið. Hún býst við því að færa sig yfir til Svíþjóðar fyrir næsta tímabil.   Svava Rós vonast til að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu á næstu misserum. FRéttablaðið/EyþóR 14 mörk skoraði Svava Rós í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Nýjast Domino’s-deild karla Ka - Haukar 23-30 Markahæstir: Tarik Kasumovic 6, Jóhann Einarsson 4, Allan Norðberg 3, Áki Egilsnes 3 - Orri Freyr Þorkelsson 11, Daníel Þór Ingason 5, Atli Már Báruson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2. Coca-Cola-bikar karla Keflavík - breiðablik 88-80 Stigahæstir: Michael Craion 26/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/7 stoð- sendingar, Javier Seco 15 - Christian Covile 25/9 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 17, Snorri Vignisson 15/11 fráköst. þór þ. - ÍR 88-92 Stigahæstir: Nikolas Tomsick 23, Halldór Garðar Hermannsson 21, Kinu Roch- ford 18/11 fráköst - Justin Martin 27, Gerald Robinson 18/12 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 16/8 stoðsendingar. Valur - Stjarnan 97-92 Stigahæstir: Kendall Anthony 34/7 stoð- sendingar, Austin Magnus Bracey 16, Aleks Simeonov 13/8 fráköst, William Saunders 12 - Paul Jones III 31, Ægir Þór Steinarsson 16, Hlynur Bæringsson 15/11 fráköst. tindastóll - Grindavík 71-70 Stigahæstir: Urald King 23/14 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12, Danero Thomas 12/8 fráköst, Dino Butorac 11 - Jordy Kuiper 17/9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16, Tieghe Bamba 15/13 fráköst. Efri Tindastóll 10 Keflavík 10 Stjarnan 8 KR 8 Njarðvík 8 ÍR 6 Neðri Skallagrímur 4 Grindavík 4 Haukar 4 Breiðablik 2 Þór Þ. 2 Valur 2 Talsvert mikið um forföll Fótbolti Erik Hamrén tilkynnir í dag leikmannahóp íslenska karla- landsliðsins fyrir leikina gegn Belgíu og Katar síðar í mánuðinum. Nokk- uð er um forföll hjá íslenska liðinu. Fyrir liggur að Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigur- jónsson missa af leikjunum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgum. Aron Einar Gunnarsson kemur hins vegar aftur inn í hópinn. Fyrirliðinn hefur misst af síðustu fjórum lands- leikjum vegna meiðsla. Líklegt þykir að Arnór Sigurðsson, leik- maður CSKA Moskvu, verði valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn. Leikurinn gegn Belgíu fer fram í Brussel 15. nóvember. Það er síð- asti leikur Íslands í Þjóðadeildinni. Íslendingar töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum og eru fallnir niður í B-deild Þjóðadeildar- innar. Leikurinn gegn Katar er vináttu- landsleikur sem fer fram í Eupen í Belgíu. Það er síðasti leikur íslenska landsliðsins á árinu 2018. – iþs Jón Daði verður ekki með í næstu landsleikjum. FRéttablaðið/aNtoN Fótbolti Arnór Sigurðsson er bæði yngsti Íslendingurinn sem spilar og skorar í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu. Skagamaðurinn skoraði mark CSKA Moskvu í 1-2 tapi fyrir Roma í fyrradag. Þetta var hans fyrsta mark fyrir rússneska liðið sem hann gekk til liðs við fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í samtali við Fréttablaðið segir Arnór að pirringurinn yfir því að tapa leiknum hafi verið sterkari en gleðin yfir því að hafa skorað. „Það var vissulega gaman að skora og góð tilfinning að sjá boltann í netinu. Það var hins vegar mjög pirrandi að markið skyldi ekki skila stigi. Ég fékk fjölmörg skilaboð eftir leikinn, en ég átti mjög erfitt með að gleðjast þar sem ég var mjög sár yfir tapinu,“ segir Arnór. Hann er þrettándi Íslendingurinn sem spilar í riðlakeppni Meistara- deildarinnar og fyrsti Skagamaður- inn síðan Árni Gautur Arason stóð á milli stanganna hjá Rosenborg á sínum tíma. Þegar Árni Gautur lék sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, í 3-0 sigri á Galatasaray 21. október 1998, voru tæpir átta mánuðir þar til Arnór kom í heiminn. Hann fæddist 15. maí 1999. Arnór er aðeins þriðji Íslend- ingurinn sem skorar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sjö mörk í 45 leikjum með Chelsea og Barcelona og Alfreð gerði eitt mark í þremur leikjum með Olympiacos tímabilið 2015-16. Það var sigurmark gegn Arsenal á Emirates. Eiður er bæði lang leikja- og markahæsti Íslend- ingurinn í riðlakeppni Meistara- deildarinnar. Árni Gautur er næstur honum með 21 leik. Uppgangur Arnórs hefur verið með ólíkindum hraður. Til marks um það lék hann sinn fyrsta leik fyrir sænska liðið Norrköping 23.  ágúst 2017. Aðeins rúmu ári síðar er hann kominn í byrjunar- lið CSKA Moskvu og byrjaður að spila og skora í sterkustu deild í heimi. „Ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og vissi það að þjálfarinn hafði miklar væntingar til mín. Það voru einhverjir sem efuðust um að ég ætti að taka þetta skref þar sem ég var búinn að koma mér vel fyrir hjá Norrköping í Sví- þjóð. Ég var hins vegar aldrei í vafa um að ég gæti brotið mér fljótt leið inn í byrjunarliðið hérna,“ segir Arnór sem líður vel í Moskvu. „Mér hefur gengið vel að aðlagast bæði borginni og hlutunum hjá nýju liði. Það hjálpar mér að það komu margir nýir leikmenn í sumar og ég er því ekki að reyna að komast inn í þéttan kjarna. Það eru fleiri í sömu sporum og ég og menn hjálpast að við að aðlög- u n i n gangi e i n s smurt og mögulegt er. Borgin hefur komið mér skemmtilega á óvart og mér líður vel hérna.“ Þrátt fyrir velgengni síðustu mánaða bíður Arnór enn eftir því að vera valinn í íslenska A-lands- liðið. Þeirri bið gæti lokið í dag en þá tilkynnir landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hópinn fyrir leikina gegn Belgíu og Katar síðar í þessum mánuði. „Auðvitað vonast ég til þess að fá sæti í liðinu, en það er lítið annað sem ég get gert en að standa mig vel með félagsliðinu mínu. Mér finnst ég hafa spilað vel undanfarið og við sjáum til hvort það dugi til þess að koma mér inn í landsliðshópinn,“ segir Arnór að endingu. – iþs, hó Aldrei í vafa um að ég gæti komist fljótt í byrjunarliðið Hraður uppgangur Arnórs Sigurðssonar 24. mars 2017 - seldur frá ÍA til Norrköping 23. ágúst 2017 - leikur sinn fyrsta leik fyrir Norrköping 5. maí 2018 - skorar sitt fyrsta mark fyrir Norrköping 31. ágúst 2018 - seldur frá Norr- köping til CSKA Moskvu 19. sept 2018 - leikur sinn fyrsta leik fyrir CSKA Moskvu 7. nóv 2018 - skorar sitt fyrsta mark fyrir CSKA Moskvu arnór Sigurðsson fagnar markinu gegn Roma. NoRDiCpHotoS/aFp Ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og vissi það að þjálfarinn hafði miklar væntingar til mín. Arnór Sigurðsson 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S t U D A G U r16 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð SpoRt 0 9 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 8 -2 0 A 0 2 1 5 8 -1 F 6 4 2 1 5 8 -1 E 2 8 2 1 5 8 -1 C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.