Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 10
Samanbrotinn sími Samsung kynnti síma sem hægt er að brjóta saman. Er í raun spjaldtölva og snjallsími í sama tækinu. Þessi nýi sími er ekki sá fyrsti sinnar tegundar en hann er bæði sá þróaðasti og sá líklegasti til þess að ná almennilegri útbreiðslu. Það er ekki hægt annað en að segja að tölvuleikjaunnendur hafi tekið Red Dead Redemption 2, úr smiðju Rockstar Studios, opnum örmum. Í leiknum er spilað í gegnum ævin- týri útlagans Arthurs Morgan í Villta vestrinu en þótt leikurinn kallist númer tvö er á ferðum forsaga fyrri leiksins, Red Dead Redemption. Take-Two Interactive, eigandi Rockstar, hefur greint frá því að á fyrstu átta dögunum hafi leikurinn selst í heilum sautján milljónum ein- taka. Þannig hafi hann selst í fleiri eintökum en fyrirrennarinn gerði á átta árum. Samkvæmt frétt Fortune gerðu greinendur ráð fyrir því að tíu til tólf milljónir eintaka myndu seljast á fyrstu þremur mánuðunum. „Við erum afar ánægð með hvern- ig þetta gengur. Við höfum selt meira en sautján milljónir eintaka. Til þess að setja þá sölu í samhengi þá eru það fleiri eintök en seljast af flestum tölvuleikjum alla þeirra staf- rænu ævi,“ sagði forstjórinn Strauss Zelnick við Fortune. Áður hafði fyrirtækið sagt frá því að leikurinn hafi selst fyrir 725 milljónir dala fyrstu þrjá dagana. Einungis einn leikur hefur toppað þá tölu og það er Grand Theft Auto V, einnig úr smiðju Rockstar. Gagnrýnendur eru alveg jafn- hrifnir af Red Dead og aðrir. Sam- kvæmt meðaltali dóma sem Metacritic tekur saman fær leikur- inn 97 af 100 og hefur enginn leikur fengið betri einkunn í ár. Sé horft til bestu leikja allra tíma deilir Red Dead sjötta sætinu með fjölmörgum leikjum. Enginn hefur fengið 100 stig en The Legend of Zelda: Ocarina of Time situr efst með 99. – þea Ævintýralegar vinsældir Red Dead Redemption  Tölvuleikjaheimurinn virðist ánægður með Arthur Morgan. Mynd/RocksTAR Tækni Á 85 árum hefur HEKLA verslað með raftæki, vinnuvélar, sjampó, rakvörur, þurrkaðar apríkósur og bíla, eða löngu fyrir þann tíma er eðlilegt var að nefna „gjaldeyris- og innflutningsleyfi“ í bílaauglýsingum og orðið „jeppi“ var nýyrði í gæsalöppum. Vörumerki eins og Hudson, Kenwood, Caterpillar, Remington, Servis, Rambler, International, Land Rover, Bendix og John Deere voru nánast hilluvara hjá HEKLU þegar vel áraði á landinu bláa en smám saman færðist fókusinn á bíla einvörðungu. Önnur vara s.s. þvottavélar, ísskápar, hrærivélar, dísilvélar fyrir báta og múgavélar hurfu úr vöruúrvali HEKLU og þá þótti við hæfi að birta tilkynningar sem þessa í dagblöðum: Það tilkynnist hér með að frá og með 1. apríl hættum við sölu á Gillette rakvélablöðum, rakakremi og rakvélum.1956 Slagorðið - hjá Audi er ekkert næstum því 1978 segir meira en mörg orð og er hverju orði sannara enn í dag. Audi leiðir rafvæðingu fólksbíla með stöðugri og metnaðarfullri þróun. Q8 sportjeppinn er áttunda víddin í Audi fjölskyldunni og ber henni gott vitni, sameinar áður óþekkta tækni, glæsileika, öryggi og akstursánægju. Í dag eru 13 grunntegundir Audi bíla í boði og hafirðu tímann fyrir þér læturðu sérsníða einn að þínum smekk. Audi gengur ýmist fyrir raforku, bensíni, metan eða dísil. Framtíðin er óráðin en Audi verður þar í forystu. Audi Q2 FRÁ 4.950.000 KRAudi A8 Sérpöntun Audi A3 g-tron FRÁ 4.090.000 KR Audi A3 FRÁ 4.790.000 KR Audi A3 e-tron FRÁ 4.560.000 KR Audi A1 NÝR - væntanlegur Audi TT FRÁ 8.490.000 KRAudi SQ7 FRÁ 19.990.000 KR HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · Hekla.is · Audi.is audi að yðar smekk komið í bíltúr Þér finnið alltaf einn Audi að yðar smekk. Opið á morgun 12-16 Audi A4 FRÁ 6.550.000 KR Audi Q3 NÝR - væntanlegur Q8 FRÁ 11.490.000 KR Audi A6 NÝR - væntanlegur Audi Q5 FRÁ 8.460.000 KR Audi e-tron Væntanlegur Audi A7 TDI FRÁ 12.750.000 KR Audi Q7 FRÁ 10.980.000 KR Audi A7 TFSI FRÁ 12.990.000 KR Audi Q7 e-tron FRÁ 10.990.000 KR Samsung sýndi á spilin í vikunni og kynnti loksins, eftir að orðrómur hafði lengi verið á kreiki, saman- brjótanlegan snjallsíma sinn. Fyrir- tækið sýndi símann á fjölsóttri kynn- ingu og þótt sýningin hafi bæði verið stutt og afar takmörkuð hafa banda- rísku tæknimiðlarnir varið heilu dálkametrunum í umfjöllun um græjuna. Tími samanbrjótanlegra síma er kominn, sagði í umfjöllun CNet. Hvort sú staðhæfing reynist rétt veltur á viðtökum neytenda og því hvort neytendur sjái raunverulegt notagildi í því að geta brotið síma sinn saman eða opnað hann eins og bók og þannig verið með bæði síma og spjaldtölvu í einu og sama tækinu. Það sem gerir síma Samsung, sem talið er að fái nafnið Galaxy X eða Galaxy F, spennandi er það að utan á honum er minni 4,5 tommu skjár en þegar síminn er opnaður eins og bók eða veski þá birtist 7,3 tommu skjár. Miðað við það sem sást á kynningu Samsung, þar sem síminn var sýndur í greipum kynnisins og baklýsing takmarkaði hversu vel síminn sást, eru engar hjarir sem skipta stærri skjánum í tvennt. Samkvæmt Samsung er það hin nýja Infinity Flex Display tækni sem gerir þetta mögulegt. Skjárinn er mun þynnri en venjulegir skjáir og lögunum er haldið saman með nýju lími sem á að koma í veg fyrir að skjárinn brotni þótt hann sé beygður eða brotinn saman „þúsund sinnum“. Samsung Galaxy X eða F eða eitt- hvað allt annað er þó ekki fyrsti saman brjótanlegi snjallsíminn sem sést hefur. Í síðustu viku kynnti Royole síma að nafni FlexPai. Sá sími mun trúlega aldrei ná viðlíka útbreiðslu og símar Samsung en er þó byggður á sömu hugmynd. Stóri skjárinn var reyndar utan á. Þá er vert að nefna Axon M, síma sem ZTE setti á markað í fyrra. Hann var þó öllu einfaldari útgáfa af saman brjótanlegum síma og saman- stóð af tveimur venjulegum skjáum og voru hjarirnar á milli einkar vel sýnilegar. Samkvæmt því sem kom fram á kynningu Samsung verður síminn settur í fjöldaframleiðslu á næstu mánuðum og má búast við því að hann verði settur á markað árið 2019. Að auki kom fram að í vænd- um væru til að mynda upprúllanlegir og teygjanlegir skjáir. thorgnyr@frettabladid.is samsung sýndi þennan nýstárlega síma á kynningu í vikunni. Mynd/sAMsung 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 0 9 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 7 -F E 1 0 2 1 5 7 -F C D 4 2 1 5 7 -F B 9 8 2 1 5 7 -F A 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.