Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 11
Bandaríkin Með skammbyssu og reyksprengju að vopni myrti svart- klæddur árásarmaður tólf gesti kántríkrár í suðurhluta Kaliforníu í fyrrinótt og virðist svo hafa svipt sig lífi. Frá þessu greindi AP í gær og vitnaði í yfirvöld á svæðinu sem segðu aukinheldur að ástæða árás- arinnar væri þeim ekki kunn. Málið væri til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla hefur þó borið kennsl á meintan árásarmann. Hann hét Ian David Long, var 28 ára og fyrrver- andi landgönguliði. Geoff Dean, lög- reglustjóri Ventura-sýslu, sagði við fjölmiðla að lögregla hefði nokkrum sinnum haft afskipti af Long. Meðal annars þegar geðheilbrigðislið lög- reglu var kallað á heimili hans í apríl. Þá var Long reiður og með óráði en var ekki tekinn fastur. Árásin var sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því sautján nem- endur og kennarar voru myrt í skóla í Parkland í Flórída fyrir níu mánuð- um. Einungis hálfur mánuður er svo frá því að árásarmaður felldi ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh. – þea Myrti tólf á krá í Kaliforníu FBI á vettvangi. NordIcphotos/AFp Á 85 árum hefur HEKLA verslað með raftæki, vinnuvélar, sjampó, rakvörur, þurrkaðar apríkósur og bíla, eða löngu fyrir þann tíma er eðlilegt var að nefna „gjaldeyris- og innflutningsleyfi“ í bílaauglýsingum og orðið „jeppi“ var nýyrði í gæsalöppum. Vörumerki eins og Hudson, Kenwood, Caterpillar, Remington, Servis, Rambler, International, Land Rover, Bendix og John Deere voru nánast hilluvara hjá HEKLU þegar vel áraði á landinu bláa en smám saman færðist fókusinn á bíla einvörðungu. Önnur vara s.s. þvottavélar, ísskápar, hrærivélar, dísilvélar fyrir báta og múgavélar hurfu úr vöruúrvali HEKLU og þá þótti við hæfi að birta tilkynningar sem þessa í dagblöðum: Það tilkynnist hér með að frá og með 1. apríl hættum við sölu á Gillette rakvélablöðum, rakakremi og rakvélum.1956 Slagorðið - hjá Audi er ekkert næstum því 1978 segir meira en mörg orð og er hverju orði sannara enn í dag. Audi leiðir rafvæðingu fólksbíla með stöðugri og metnaðarfullri þróun. Q8 sportjeppinn er áttunda víddin í Audi fjölskyldunni og ber henni gott vitni, sameinar áður óþekkta tækni, glæsileika, öryggi og akstursánægju. Í dag eru 13 grunntegundir Audi bíla í boði og hafirðu tímann fyrir þér læturðu sérsníða einn að þínum smekk. Audi gengur ýmist fyrir raforku, bensíni, metan eða dísil. Framtíðin er óráðin en Audi verður þar í forystu. Audi Q2 FRÁ 4.950.000 KRAudi A8 Sérpöntun Audi A3 g-tron FRÁ 4.090.000 KR Audi A3 FRÁ 4.790.000 KR Audi A3 e-tron FRÁ 4.560.000 KR Audi A1 NÝR - væntanlegur Audi TT FRÁ 8.490.000 KRAudi SQ7 FRÁ 19.990.000 KR HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · Hekla.is · Audi.is audi að yðar smekk komið í bíltúr Þér finnið alltaf einn Audi að yðar smekk. Opið á morgun 12-16 Audi A4 FRÁ 6.550.000 KR Audi Q3 NÝR - væntanlegur Q8 FRÁ 11.490.000 KR Audi A6 NÝR - væntanlegur Audi Q5 FRÁ 8.460.000 KR Audi e-tron Væntanlegur Audi A7 TDI FRÁ 12.750.000 KR Audi Q7 FRÁ 10.980.000 KR Audi A7 TFSI FRÁ 12.990.000 KR Audi Q7 e-tron FRÁ 10.990.000 KR Bandaríkin Þótt miðkjörtímabils- kosningar í Bandaríkjunum séu yfir- staðnar og kosningabaráttu því lokið er ekki hægt að tala um að nein ró sé komin í bandarísk stjórnmál. Í gær, á fyrsta degi eftir kosningar, var til- kynnt að Donald Trump hefði farið fram á og fengið afsögn dómsmála- ráðherrans Jeffs Sessions. Samband Trumps og Sessions var satt best að segja eitrað. Trump var óánægður með að Sessions hafi lýst sig vanhæfan til þess að hafa umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sér- staks saksóknara, á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rúss- nesk stjórnvöld um afskipti Rússa af kosningunum. Rannsóknina sjálfa kallar Trump svindl og nornaveiðar. Matthew Whitaker, starfsmanna- stjóri ráðuneytisins, er nú starfandi dómsmálaráðherra. Sem slíkur gæti hann, eða eftirmaður hans, bundið enda á rannsóknina eða tekið stjórn- ina af Rod Rosenstein aðstoðar- dómsmálaráðherra. Whitaker hefur áður sagt að rannsóknin sé á afar gráu svæði og þannig í raun tekið undir með Trump. Demókratar, sem unnu meirihluta í fulltrúadeildinni á þriðjudag og geta þannig sett af stað rannsóknir á meintum brotum forsetans, hafa staðið með Mueller og rannsakend- um hans. Nancy Pelosi, sem líklega tekur aftur við embætti forseta neðri deildarinnar, sagði að brottrekstur Sessions væri augljós tilraun til þess að losna við Mueller. Flokksmenn hafa kallað eftir því að Whitaker lýsi sig sömuleiðis vanhæfan en því ákalli hefur ekki verið svarað. CNN greindi svo frá því í gær, og hafði eftir ónafngreindum heim- ildarmönnum, að teymi Muellers sé byrjað að skrifa lokaskýrslu rann- sóknarinnar. Er því ljóst að rann- sóknin er á lokametrunum þótt vissulega sé eftir að loka ákveðnum köflum. Stærsti hlutinn snýr að störf- um Rogers Stone, ráðgjafa Trumps, fyrir framboðið. Rannsóknin er ekki eina umdeilda mál gærdagsins í Bandaríkjunum. Hvíta húsið ákvað að svipta Jim Acosta, fréttamann CNN, blaða- mannapassa sínum í Hvíta húsið og birti Sarah Sanders, upplýsinga- fulltrúi forseta, myndband þar sem Acosta virtist slá til konu er hann átti í rifrildi við Trump á miðvikudag. Hins vegar hafði verið átt við mynd- bandið, að sögn bandarískra miðla, og á því hraðað svo Acosta virðist slá til konunnar. Útgáfan sem Sanders deildi er sögð komin frá samsæris- kenningasíðunni Infowars. Þá á enn eftir að klára talningu atkvæða í á öðrum tug kjördæma. Til dæmis hefur ekki verið skorið úr um hverjir verða ríkisstjórar Flórída og Georgíu sem og öldungadeildar- þingmaður frá Flórída og Arizona þótt Repúblikanar virðist reyndar líklegir til að taka öll þau sæti. thorgnyr@frettabladid.is Rússarannsóknin sögð í hættu Breytingar í dómsmálaráðuneytinu eru tilraun til þess að binda enda á rannsókn á meintu samráði forseta- framboðs Donalds Trump við Rússa, segja Demókratar. Rússarannsóknin er sögð vera á lokametrunum. Jeff sessions og donald trump á meðan allt lék í lyndi. NordIcphotos/AFp Ginsburg rifbeinsbrotin Greint var frá því í gær að Ruth Bader Ginsburg, frjáls- lyndur hæsta- réttardómari skipuð af Bill Clinton, hefði dottið á skrifstofu sinni og brotið þrjú rifbein. Það þýðir að hún gæti verið frá störfum um nokkurt skeið. Ginsburg er 85 ára og því gætu meiðslin verið alvar- legri en hefði yngri manneskja lent í sambærilegum meiðslum. Demókratar hafa að undan- förnu sagt í nokkru gríni að vefja ætti henni inn í bóluplast svo hún haldi heilsu og þurfi ekki að hætta í hæstarétti. Óttast sem sagt að Trump fái að skipa sinn þriðja hæstaréttardómara og þannig fjölga íhaldsmönnum í hæstarétti úr fimm í sex af þeim níu sem skipa réttinn. f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ða a 11f Ö S t U d a G U r 9 . n ó v e m B e r 2 0 1 8 0 9 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 7 -F 4 3 0 2 1 5 7 -F 2 F 4 2 1 5 7 -F 1 B 8 2 1 5 7 -F 0 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.