Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 18
Franz Gunnarsson er líklega sá eini sem hefur spilað á öllum tuttugu Iceland Airwaves-
hátíðunum, sem hann segir að sé í
rauninni uppskeruhátíð íslensku
tónlistarsenunnar.
„Iceland Airwaves snýst um
að íslenskir tónlistarmenn komi
saman, geri sitt allra besta á
tónleikum, setji smá aukafútt í
sýninguna og framkomuna og
yfirleitt keyra þeir einhver ný pró-
grömm,“ segir Franz. „Þannig að
þú færð tónlistarmennina í miklu
stuði og með nýtt efni.“
Margar litríkar minningar
Franz hefur spilað með ýmsum
virkum og metnaðarfullum
sveitum á ferlinum og fyrir vikið
hefur hann endað með því að spila
á hverri einustu Airwaves-hátíð.
„Sveitirnar sem ég hef starfað í
hafa alltaf haft eitthvað fram að
færa, annaðhvort verið með nýja
plötu eða það hefur verið sóst
eftir því að fá okkur til að spila,“
segir Franz. „Hljómsveitirnar hafa
svolítið verið að skiptast á milli
hátíða. Fyrst og fremst hafa þetta
verið Dr. Spock og Ensími. Svo hef
ég líka spilað með Cynic Guru,
í fyrra spilaði ég með sólóverk-
efninu mínu, Paunkholm, og svo
hef ég bara spilað með hinum og
þessum, þar á meðal fullt af verk-
efnum sem ég man ekki einu sinni
eftir lengur. Það er erfitt að halda
yfirsýn yfir þetta, ég hef spilað með
svo mörgum og þetta er svo langur
tími.“
Franz hefur lent í ýmsu
eftirminnilegu á þessum hátíðum.
„Fyrsta Airwaves-ið er mjög eftir-
minnilegt. Þar var ég hreinlega
næstum búinn að ganga af söngv-
aranum dauðum. Ég átti það til á
þessu tímabili að fleygja gítarnum
mínum þvert yfir sviðið, svona í
lokalaginu. Það var einhver árátta,“
segir Franz. „En akkúrat þarna var
hann að bakka frá hljóðnemanum
og gítarinn flaug hársbreidd fram
hjá hausnum á honum. Ég hefði
getað örkumlað eða drepið hann
þarna og ég hef ekki stundað þetta
síðan.
Ég gleymi því ekki heldur þegar
ég var að spila með nýju og fersku
bandi sem þótti mjög heitt á
rosagóðum tíma í Listasafninu
Franz spilar með Dr. Spock á á Gauknum annað kvöld klukkan 22.50. Þar ætla þeir að spila efni af plötunni sem þeir gáfu út fyrr á árinu. MYND/ANTON BRINK
og tölvan með öllu playback-
inu bilaði,“ segir Franz. „Það
var reynt að ræsa hana svona
þrisvar, fjórum sinnum upp og
svo var bara gefist upp og gengið
út af sviðinu og ekki spiluð nóta.
Það var fyrir framan fullan sal af
æstum útlendingum sem vildu fá
að heyra þetta nýja, heita band,
sem hét Atingere. Það var ansi
eftirminnilegt.“
Ánægður með þróunina
„Hátíðin þróaðist frá því að vera
lítil og nett upp í að verða aðeins
stærri en hún hefði átt að höndla.
Það var verið að fá stór atriði
og bæta Höllinni inn í þetta og
svona og hátíðin fór að reyna að
vera eitthvað annað en hún var
í grunninn,“ segir Franz. „Það er
held ég í eðli svona hátíða að prófa
sig áfram, en mér sýnist hún núna
komin aftur á þann stað sem hún
var í byrjun. Hún er aftur svona lítil
hátíð sem kynnir ný, ung og upp-
rennandi atriði í bland við eldri
rostunga eins og Dr. Spock.
Ég er líka spenntur að sjá hvaða
áhrif það hefur á hátíðina að draga
úr „off venue“ tónleikum og setja
meiri áherslu á hátíðina sjálfa,“
segir Franz. „Off venue var orðið
rosalega stór hluti af hátíðinni og
tók mikið af athyglinni. En þegar
fólk er að spila á mörgum tónleik-
um áður en kemur að aðaltónleik-
unum á Airwaves, þá er kannski
ekki mikill kraftur eftir. Þannig að
ég vonast til að Airwaves-kvöldin
sjálf verði orkumeiri en áður.“
Spilar á Gauknum á morgun
Í ár spilar Franz á Airwaves með
sveitinni Dr. Spock á Gauknum
annað kvöld, laugardaginn
10. nóvember, klukkan 22.50. „Við
ætlum að spila efni af plötu sem
við gáfum út snemma á þessu ári
og hafa gaman af,“ segir Franz. „Svo
ætla ég bara að gera eins og ég geri
yfirleitt rétt fyrir hátíð og hlusta
á spilunarlista Airwaves á Spotify
og þefa þannig upp það sem mér
þykir markverðast og langar að sjá.
Franz segist spenntur fyrir að
sjá félaga sína í Warmland á sviði.
„Það eru Hrafn, söngvarinn úr
Ensími, og Arnar, kenndur við
Leaves,“ segir Franz. „Þeir eru með
mjög skemmtilegt verkefni saman
og ætla að gefa út plötu bráðum,
en lögin þeirra hafa gert það gott í
útvarpinu undanfarið. Ég held að
það verði helvíti sexí.“
PJ Harvey og Sparta
standa upp úr
Franz hefur séð mörg hundruð
tónleika á Airwaves á síðustu 20
árum, þannig að honum finnst
erfitt að segja hvað ber hæst. „En
á síðustu árum myndi ég segja að
PJ Harvey hafi staðið upp úr. Hún
hefur verið í uppáhaldi lengi og
það var æðislegt að sjá hana loks-
ins og það á Íslandi,“ segir Franz.
„Það var líka mjög flott þegar
hljómsveitin Sparta, sem var meðal
annars skipuð meðlimum úr At
The Drive In, spilaði á Gauknum.
Þetta var Dr. Spock, Mínus og
Sparta, hin heilaga þrenning. Það
var mjög heitt og sveitt kvöld!“
Bíður eftir símtali
frá Krumma
Talandi um Mínus, Krummi í
Mínus hefur rætt við Franz um
samstarf í tengslum við kántrí-
plötu sem Krummi er að vinna í.
Franz segist spenntur fyrir sam-
starfinu. „Við ræddum hvort ég
ætti ekki að koma og gera einhvern
galdur,“ segir Franz. „Þannig að ég
hendi boltanum bara aftur til hans
Krumma; hvenær á ég að mæta?“
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Hljómsveitin Dr. Spock hefur verið starfandi síðan á 10. áratug síðustu aldar
og gaf út nýjustu plötuna síns, Leður, fyrr á þessu ári. MYND/BRYNJAR SNÆR
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . N Óv e M B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
0
9
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
5
8
-1
B
B
0
2
1
5
8
-1
A
7
4
2
1
5
8
-1
9
3
8
2
1
5
8
-1
7
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K