Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 8
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 1999 kr.pk. Jóladagatal, súkkulaði og lakkrískúlur 6590 kr.pk. Revolution snyrtivörudagatal Varalitir, augnskuggar og burstar Jóladagatöl fyrir fullorðna Sjáðu úrvalið á kronan.is 3999 kr.pk. Osta jóladagatal Stjórnmál Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endur­ greiðslum á aksturskostnaði þing­ manna er komið í ferli innan for­ sætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrím­ ur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endur­ tekur Björn fyrri ósk sína um rann­ sókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars for­ seta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðar­ lega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmanns­ ins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rann­ sókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endur­ greiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæð­ isflokksins. „Hann er með langhæsta aksturs­ kostnaðinn og það sem er mikil­ vægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Face­ book­síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sér­ staklega tilgreindur í erindinu til for­ sætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Frið­ riksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlaga­ brota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Frétta­ blaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjár­ svik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lög­ reglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssak­ sóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. adalheidur@frettabladid.is Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson segist ekkert hafa gert rangt og er þreyttur á málinu. Björn vill að forsætisnefnd vísi málinu til réttra yfirvalda leiði rannsókn refsiverða háttsemi í ljós. Forsætisnefnd Alþingis mun ræða beiðni um rannsókn á akstursgreiðslum á næsta fundi sínum. FréttAblAðið/SteFán Ég hef aldei brotið neitt af mér, mér vitandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og véfengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðan- legur starfs- kostnaður Björn Leví Gunnarsson alþingismaður laxeldi Ósk Arnarlax um undan­ þágu frá ákvæði um hvíldartíma hefur verið í vinnslu í umhverfis­ og auðlindaráðuneytinu í nær fjóra mánuði án niðurstöðu. Fréttablaðið greindi frá því í sept­ ember að kvartanir hefðu borist Umhverfisstofnun vegna brota á starfsleyfi. Eldissvæði væru ekki hvíld í að lágmarki 6­8 mánuði milli eldislota eins og skylt væri. Í mars tæmdi Arnarlax sjókvíar í Hringsdal í Arnarfirði. 6. júní hófst útsetning seiða þar á ný, aðeins þremur mán­ uðum eftir tæmingu. Bændur í nágrenninu áttu í bréfa­ skriftum vegna málsins, fyrst við Umhverfisstofnun með kröfum um að Arnarlax yrði látið fara að lögum eða yrði ella svipt starfsleyfi. Svo við umhverfisráðuneytið með kvörtunum undan aðgerðarleysi stofnunarinnar. Umhverfisstofnun tilkynnti Arnar laxi um fyrirhugaða áminn­ ingu 16. júlí. Í kjölfarið sendi Arnar­ lax stofnuninni úrbótaáætlun sem miðaði að því að sótt yrði um undan­ þágu frá hvíldartíma til umhverfis­ og auðlindaráðuneytisins. Beiðnin var send ráðuneytinu 30. júlí, fyrir rúmum þremur mánuðum. Í september sendi Umhverfis­ stofnun umsögn til ráðuneytisins og lagðist gegn því að Arnarlax fengi undanþágu frá starfsleyfi. Ráðuneytið segir í svari við fyrir­ spurn Fréttablaðsins að unnið sé að því að ljúka málinu eins fljótt og auðið er. – aá Beiðni Arnarlax um undanþágu liggur óafgreidd lífríkið þarf minnst 6 mánaða hvíld eftir að slátrað er úr laxeldiskvíum. FréttAblAðið/Jón Sigurður Arnarlax hóf útsetningu seiða í sjókvíar í júní aðeins þremur mánuðum eftir tæmingu þeirra í stað þess að bíða í minnst sex mánuði. 9 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S t U d a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 9 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 8 -1 1 D 0 2 1 5 8 -1 0 9 4 2 1 5 8 -0 F 5 8 2 1 5 8 -0 E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.