Fréttablaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 6
Já, nú verður gaman!
Kringlukráin
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík
Sími 568 0878
kringlukrain@kringlukrain.is
www.kringlukrain.is
10.
nóv.
REYKJAVÍK Stjórnarmaður í Orku-
veitu Reykjavíkur segir alvarlegt
mál að félagið slái dýr lán gagngert í
þeim tilgangi að greiða arð í hendur
stjórnmálamanna. Orkuveitan tók
lán upp á nærri þrjá milljarða króna
hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en
bankalánið átti þátt í því að veltu-
fjárhlutfall félagsins hækkaði þann-
ig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var
fullnægt.
Orkuveitan greiddi 750 milljóna
króna arð til eigenda í fyrra og hyggst
greiða 1.250 milljónir í arð á þessu ári.
Reykjavíkurborg á tæplega 94 pró-
senta hlut í félaginu.
„Þarna er Orkuveitan í raun látin
sitja uppi með gríðarlegan vaxta-
kostnað til þess eins að greiða
Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur
Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og stjórnarmaður í
Orkuveitunni.
Ingvar Stefánsson, framkvæmda-
stjóri fjármála Orkuveitunnar, segir
að samkvæmt fjárhagslegum mark-
miðum og skilyrðum beri Orku-
veitunni, rétt eins og sveitarfélögum,
að hafa veltufjárhlutallið yfir einum.
„Við högum fjármögnuninni í sam-
ræmi við það og þetta lán var einn
liður í því,“ nefnir hann.
Hlutfall veltufjármuna af skamm-
tímaskuldum Orkuveitunnar, svokall-
að veltufjárhlutfall, nam 0,8 árið 2016
en var komið vel yfir 1,0 um mitt ár
2017, þegar aðalfundur samþykkti að
greiða út arð. Eitt af skilyrðum þess að
félagið geti greitt út arð er að umrætt
hlutfall sé yfir einum.
Hildur Björnsdóttir óskaði á stjórn-
arfundi Orkuveitunnar í október eftir
ítarlegum upplýsingum um lánið frá
Íslandsbanka.
„Ég kallaði fyrr í haust eftir upp-
lýsingum um allar lántökur Orku-
veitunnar síðustu árin,“ útskýrir
Hildur, „og vakti þetta lán sérstaka
athygli mína. Það sem vekur athygli
er að lánið er greitt út 30. desember
2016, sem var síðasti virki dagur þess
árs, og er það á verulega óhagstæðum
kjörum miðað við þau kjör sem Orku-
veitunni bjóðast.
Ég spurðist frekar fyrir um lánið
þar sem grunur minn var sá að lánið
hafi verið gagngert tekið í einhverjum
flýti til þess að uppfylla arðgreiðslu-
skilyrði.“
Hildur segir að um sé að ræða
alvarlegt mál. „Þarna er Orkuveitan í
raun látin sitja uppi með gríðarlegan
vaxtakostnað til þess eins að greiða
Reykjavíkurborg arð,“ nefnir hún.
Það liggi fyrir að félagið sé reglulega
skuldsett í þeim tilgangi að hækka
veltufjárhlutfall og uppfylla arð-
greiðsluskilyrði.
Eðlilegra sé að skuldir félagsins séu
greiddar niður og gjaldskrár lækk-
aðar.
„Ég er fulltrúi eigenda í stjórninni,
fulltrúi borgarbúa, og mér þykir eðli-
legra að svigrúm í rekstrinum sé fært
í hendur réttilegra eigenda með gjald-
skrárlækkunum. Reykjavíkurborg
innheimtir hæsta lögleyfða útsvar
og er með fasteignaskatta á atvinnu-
húsnæði í botni, svo dæmi séu tekin,
skattar sem mér þætti í báðum til-
fellum rétt að lækka, og mér þætti
því eðlilegt að það skattfé myndi
nægja pólitíkinni vel ríflega til þess
að standa hér undir grunnþjónustu,“
nefnir Hildur.
kristinningi@frettabladid.is
Segir Orkuveituna slá
dýr lán fyrir arðgreiðslu
Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega
skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. Framkvæmdastjóri hjá Orku-
veitunni segir bankalán fyrirtækisins einn lið í því að hækka veltufjárhlutfall.
Orkuveitan greiddi 750 milljónir króna í arð í fyrra og hefur samþykkt að
greiða 1.250 milljónir króna í ár. Fréttablaðið/antOn brink
UMHVERFI Kanadamenn velta því nú
fyrir sér hvort hvalir séu að breyta
ferðavenjum vegna loftslags-
breytinga, að því er grænlenska
útvarpið segir.
Tveir búrhvalir sáust fyrr í
haust rétt utan við Pond Inlet á Baff-
inslandi, vestan Grænlands. Þeir hafa
ekki áður sést svona norðarlega.
Á vef grænlenska útvarpsins segir
að höfuð búrhvala sé fremur mjúkt
og þess vegna
mögulegt að þeir muni ekki geta
rutt sér leið í gegnum ísinn syndi þeir
ekki suður á bóginn áður en vetur
gengur í garð. – ibs
Breytt veður leiðir hvalina af leið
TRYGGINGAR Úrskurðarnefnd í
vátryggingamálum (ÚRVá) taldi að
árekstur á Djúpvegi á Steingríms-
fjarðarheiði í ágúst í fyrra hafi að
öllu leyti mátt rekja til háttsemi öku-
manns húsbíls sem lenti í slysinu. Sá
var nýverið dæmdur í þrjátíu daga
fangelsi vegna aksturs síns í aðdrag-
anda slyssins. Á slysstundu var bæði
kannabis og amfetamín í blóði hans.
Ökumaður húsbílsins hafði ekið
hægt og undarlega mínúturnar fyrir
slysið. Ökumaður Nissan Patrol
jeppa hafði ekið nokkra stund fyrir
aftan en ákvað er færi gafst að taka
fram úr. Á þeirri stundu sveigði hús-
bíllinn í veg fyrir hann. Jeppinn lask-
aðist lítið eitt en húsbíllinn endaði
utan vegar og gjöreyðilagðist.
Ágreiningur var meðal mannanna
um það hver ætti sök á árekstrinum.
ÚRVá benti á að kannabis hefði verið
í blóði ökumannsins. Maðurinn
tók lyf sem innihélt amfetamín að
læknisráði en styrkur þess í blóði var
margfalt meiri en eðlilegt gat talist
og benti það til misnotkunar. Að því
virtu var öll sök lögð á ökumann hús-
bílsins. – jóe
Bótakrafa þrátt
fyrir fíkniakstur
Framúrakstur er vandasamur.
Fréttablaðið/Eyþór
Olían komin úr Fjordvik
Óljóst er hvenær eða hvernig sementsflutningaskipinu Fjordvik verður komið á flot en búið er að dæla olíu úr skipinu. Þetta staðfesti talsmaður hollenska
björgunarfélagsins SMT Shipping í bréfi til Fréttablaðsins í gær. Hagstætt veður gerði félaginu kleift að koma dælum og búnaði um borð í skipið. Tals-
maðurinn sagði ekki hægt að gefa upp tímalínu aðgerða þegar Fjordvik verður komið á flot en verið sé að meta skemmdir á skipinu. Fréttablaðið/Eyþór
9 . N ó V E M b E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R6 F R é T T I R ∙ F R é T T A b L A ð I ð
0
9
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
5
8
-1
6
C
0
2
1
5
8
-1
5
8
4
2
1
5
8
-1
4
4
8
2
1
5
8
-1
3
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K