Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 8
40
STJAKNAN.
mörg ár, út hið éndurskoðaða ný.jíi
testamenti. peir notuðu nýyrði í stað-
inn fyrir hin gömlu orðatiltæki og
gjörðu ýmsar leiðréttingar, þar sem
þeir sáu að eftirritárarnir höfðu notað
önnur orð en þau, sem til eru í hinum
elztu handritum. Að lokum auglýstu
dagblöðin að bókin mundi vera til sölu
á ákveðnum degi. Hver var afleiðing-
in. Sumir menn buðu $500 ef þeir að-
eins gætu fengið eintak á undan hinurn
tiltekna tíma. peir sendu innihald þess-
arar bókar — hvert orð frá Matteusar
guðspjallinu til Kómverjabréfsins •—
sem símskeyti frá New York til Chicago
— hið lengsta símskeyti, er nokkurn
tíma hefir verið sent, kringum 118,000
orð — til þess að hafa það þar tuttugu-
og fjórum klukkutímum á undan þeirri
sendingu, sem fluttist á járnbrautar-
lestum, svo þeir gætu prentað það í
næstu sunnudagablöðin.
Er þessi bók dauð? Enginn mundi
borga fyrir að hafa hina merkustu ræðu
einhvers fríhyggju manns senda sem
símskeyti. pessi gamla bók er með
lífsmarki enn. Hún er eins og hinn
blómgaði stafur Arons. Hún blómgast
sumar og vetur. Kuldi og hiti hafa
engin áhrif á hana. Blóm hennar eru
jafn fögur í hitabeltinu og heimskauta-
löndunum. Og það undarlega er að
flestir vantrúarmenn leita sér hælis í
forsælu hennar.
öryggi þar sem hún er.
Einu sinni strandaði skip á eyju í
Kyrrahafinu. Einn af hásetunum hefði
verið þar áður og vissi að eyjarskeggj-
ar voru mannætur. pegar skipið brotn-
aði í spón og skipverjunum skolaði upp
á land, áttu þeir engrar vægðar von;
því þeir sáu enga undankomu. Iláset-
inn sem hafði verið þar áður klifraði
upp á fjall eitt til þess að skoða landið.
Alt í einu sáu skipverjar hann veifa
hattinum og fóru þeir að spyrja hanu
að því hversvegna hann gjörði þetta.
Hinu megin við fjallið hafði hann séð
kirkjuturn og það var einmitt það, sem
svifti hann allri hræðslu. Hann vissi
að trúboði var kominn og hafði byggt
þetta hús, og í því húsi var biblían lesin,
og þar sem hún er lesin eru mannslífin
haldin í hávegum. Fríhyggju menn
vita þett.a eins vel og þessi siglinga-
maður.
Fyrir nokkrum árum var ungur van-
trúarmaður að ferðást um vestur hluta
Ameríku með föðurbróður sínum, sem
var bankastjóri. Eina nótt urðu þeir
að gista í lélegum loggakofa. pað voru
tvö herbergi í kofanum og fengu þeir
annað til að sofa í. peir komu sér
saman um að hinn yngri skyldi vaka
þangað til kl. 12 og hafa skammbyss-
urhar til reiðu, og vekja svo föðurbróð-
urinn, sem ætlaði að vaka til morguns.
Ungi maðurinn leit gegnum rifu í
veggnum og sá húsbóndann, sem var
lieldur ískyggilegur að sjá, þar sem
hann sat í bjarndýrskápunni. Hann
undraðist stórlega er hann sá þennan
aldraða frumbýling taka biblíuna ofan
af hyllunni, lesa í henni um tíma,
krjúpa svo á kné og biðjast fyrir. pegar
hinn ungi fríhyggju maður sá alt þet.ta
fór hann úr fötunum og ætlaði upp í
rúmið.
“Eg hélt að þú ætlaðir að vaka fram
eftir nóttinni,” sagði föðurbróðurinn.
En hinn ungi vantrúarmaður vissi að
það var óþarfi að vaka með skamm-
byssu í hendinni þar sem Guðs orð er
haft um hönd og húsið helgað með bæn.
Myndi spil, eða vínflaska, eða ein-
tak af “Age of Reason” hafa svift
þennan unga fríhyggju mann hræðsl-
unni alt í einu eins og biblían gjörðí!