Stjarnan - 01.06.1919, Blaðsíða 29

Stjarnan - 01.06.1919, Blaðsíða 29
STJARNAN. 61 gagn mundi svo vera í því öllu? Hin næsta spurning verður: Hvað á að gjöra við þá sem ekki eru hinum samþykkir í þessu? Jtessari spurningu hefir oft 'verið svarað í myrkvastofum og á bálinu. En Guð hefir aldrei veitt neinum manni eða stjórn þesskonar vald. Orð frelsarans - eru þessi: “Kom- ið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. ” Hin rómverska kirkja sýndi þeim. sem kusu ekki að koma, enga vægð, og verður hún að mæta hryðju- verkum sínum í dóminum. Manninum hefir aldrei verið boðið í Guðs orði að ganga til skrifta í kirkjunni—sá heið- ur að hlusta á syndajátningu iðrandi manns tilheyrir Guði einum. Tilgangur sameiningar ríkis og kirkju á dögurn Konstantinusar var að vernda lielgihald sólardagsins. Af því að Guð hefir aldrei skipað mönnum að halda sunnudaginn, kærði fjöldinn sig mjög lítið um þessa helgi svo eftir beiðni prestanna, til þess að snúa fjöld- anum frá leikhússýningunum, innleiddi Konstantinus hin fyrstu sunnudagalög í árinu 321 e. Kr. Og þessi lög urðu strangari og strangari þangað til að þau náðu hámarkinu. Vér ætlum að vara fólkið við kröfum ýmsra félaga um strangari sunnudaga- lög til þess að þvinga menn til að verða kirkjuræknir, og segjum vér með hin- um fræga herforingja Grant: Látið kirkjuna og ríkið vera aðskilin að ei- lífu.” Fegurð upprisunnar Biblían kennir greinilega að upprisa muni eiga sér stað. Oftar en einu sinni er þessi sannleikur endurtekinn í Guðs orði. Hann var kunngjörður af frels- aranum. Hlustið á hvað hann sagði: “Undr'ist ekki þetta, því að sú kemur stund, er allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans, og þeir munu ganga út, þeir sem gott hafa gjört, til upprisu lífsins, en þeir sem ilt hafa að- hafst, til upprisu dómsins.”-—Jóh. 5: 28, 29. Páll postuli trúði á upprisu framlið- inna og ekki var liann hræddur fyrir að kunngjöra trú sina. Orð hans eru þessi: “En þetta játa eg þér, að eg þjóna Guði feðra vorra samkvæmt þeim vegi, sem þeir kalla villuflokk, og trúi öllu því sem í lögmálinu stendur, og því sem í spámönnunum er ritað, og hefi þá von til Guðs, sem þeir sjálfir hafa, að upp muni rísa bæði réttlátir og ranglát- ir,-—Postulas: 24: 14, 15. 1 vitrunum sínum sáu spámenn forn- aldarinnar hinn dýrðlega morgun upp- risunnar og lýstu honum greinilega. Honum viðvíkjandi komst Esekiel þann- ig að orði: “Svo segir herran Drott- inn: Sjá eg vil opna grafir yðar, og láta yður rísa upp úr gröfum yðar, þjóð mín, og ílytja yður inn í Israels land, til þess að þér viðurkennið, að eg er Drottinn, þegar eg opna grafir yðar og læt yður rísa upp úr gröfum yðar, þjóð mín.”—Esek.—37: 12, 13. Spámaðurinn Esajas hinn mikli fagn- aðarboði ritaði: “Menn þínir, sem dánir eru, skulu lifna, líkin rísa upp; vaknið og hefjið fagnaðarsöng, þér sem búið í duftinu, því að döggin þín er

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.