Stjarnan - 01.06.1919, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.06.1919, Blaðsíða 12
44 STJARNAN. “Hverni'g gátu þessir menn, sem aldrei hafa séð hverjir aðra, höggvið þessa fullkomnu styttu? “pað er ekki mikill vandi,” segir maðurinn, sem raðaði steinunum niður, “eg gjörði allan upp- dráttinn, sendi eintak af honum hverj- um þessara 40 manna og gaf hverjum manni ákveðið verk að framkvæma og hérna sjáum vér hve vel þeir hafa leyst verk sitt af hendi. Styttan er fullkom- in að fegurð.” Gött og vel. Hérna höfum vér bók, hverrar innihald kem- ur úr öllum áttum. Hún er rituð af mönnum af öllum stéttum er uppi voru á tímabili, sem nær yfir 15 aldir; en þegar hún er sett saman, þá er hún samræmileg og mýndar fullkomna heild Hver kom þessu til vegar? “Töluðu hinir helgu Guðs menn til knúðir af heilögum anda. ” Ein og sama veran hefir innblásið alla bókina. Ein rödd hefir talað það alt, og þessi rödd er rödd hins almáttka Guðs. Hin iífgandi andi Guðs. Eg kemst þennig að þeirri niðurstöðu að í þessari bók er hinn lífgandi andi Gv ðs, og álykta eg þetta af þeim áhrif- um sem hún hefir á menn. ])að eni menn sem leggja stund á að kynna sér heimspeki, stjörnufræði, * jarðfræði, landafræði, og stærðfræði; en hefir þú nokkurn tíma lieyrt mann segja: “Eg .var mesta afhrak, aumingja drykkju- maður, skömm þjóðar minnar, og ó- þægindi mannfélagsins, þangað til að eg fór að leggja stund á stærðfræði, lærði margföldunartöfluna vel, snéri mér svo að jarðfræðinni, útvegaði mér hamar, mölvaði hornin af ýmsum klettum og steinum, skoðaði jarðlögin og síðan er eg orðinn hólpinn maður. Eg er kátur á hverjum einasta degi. Eg get ekki stilt mig um að syngja allan daginn. Hjarta mitt er fult af friði og gleði. Einu sinni enn hefi eg öðlast heilsuna. Blessunin hvílir yfir heimili mínu, sem eg svo lengi hafði vanrækt. ” þú hefir aldrei mætt manni, sem margföldunartaflan eða forspjallsvís- vísindin hafa frelsað frá synd, og end- urleyst frá drykkjuskap og illum til- hneigingum, hefir þú? En eg get sýnt þér ekki aðeins einn eða tvo eða tíu, heldur þúsundir manna, sem geta sagt þér: “Eg var mesti aumingi, eg var. glataður, og var sorg móður minnar, eg gjörði fjölskyldu mína fátæka. Konan mín varð hjartveik og niðurbeygð. Börn mín flúðu í burtu þegar þau heyrðu fótatök mín. Eg var eyðilagð- ur, kærulaus, ósjálfbjarga, heimilislaus, vonarlaus þangað til að eg heyrði orð þessarar bókar. ” Og hver einasti þeirra getur bent á þá ritningargrein eða kafla, sem festist í sál lians. það getur skeð að það hafi verið þessi orð: “Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. ” Eða ef til vill þessi orð: “Sjá það Guðs lamb, sem ber synd heimsins. “Eða það hafa máske verið þessi orð : ‘ ‘ því að svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á liann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf. ’ ’ Iíann getur sagt þér orðið sem frelsaði sál hans. Og síðan því orði var veitt innganga í hjarta hans, mun hann segja þér, að vonin liafi lifnað við, að fögn- uðurinn hafi fylt hjartað, að munnur- hans sé fullur af lofgjörð. Hann getur einnig sagt, þér að konan hans hafi fengið heilsuna aftur, að hún í staðinn fyrir að ganga um tötrum klædd, nú sé snyrtilega búin, að börnin hlaupi til að mæta honum þegar hann kemur heim, að það sé brauð á borðinu, arineldurinn

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.