Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 28

Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 28
60 STJARNAN. hérna sem deyjandi drykkjumaður, nið- urbeygður og- fátækur. Ailir sein eg hefi verið saman með hafa eins og kepst við að gjöra mig það, sem eg er nú orð- inn. þeir kendu mér að drekka ' og og gjörðu mig drukkinn. þeir uppörf- uðu mig til að drekka og drukku með mér. þeir seldu mér áfengi eins lengi og eg gat borgað. Hinir svokölluðu kristnu voru einnig með. Tlver var það sem reyndi að koma mér til að hætta að drekka? ITver var það af öllum þeim, sem þektu breyskleika minn, er reyndi að koma freistingunum í burtu.úr lífs- braut minni? Eg man ekki eftir nein- um. En að prédika, það gátu þeir, — prédika um það, sem þeir ekki vildu gera sjálfir. Hvaða óttaleg hræsni! en biblíunni sögðust þeir trúa, — Yita- skuld! en “blóð bróður þíns — hvernig stendur það? ‘Blóð bróður þíns hrópar’ er það ekki rétt ? þeir hafa myrt mig án saka. Myrt mig, já! Farið þér lieim, prest.ur! Eg ætla ekki að hlusta á yður. Og munið nú eftir, að “blóð bróður þíns hrópar”. það verður yður til bölvunar. Hérna deyr -aðeins auminga drykkju- maður í fátækt og neyð — maður, sem hinir svokölluðu kristnu sáu dag frá degi fara ofan spillingar brekkuna, en þeir gjörðu ekkí hina minstu tilraun til að bjarga honum, en “blóð bróður þíns hrópar, ” verið þér vissir um það. En nú langar mig til að liafa ró. Eg varð að fara, en aldrei hefi ég ver- ið svo þungur í skapi eins og eg var á þeirri heimleið. Hve órímileg og ýkjufull sem ákæra gamla mannsins kann að vera, liaf ði hún þó mikin sannleika að geyma. Eg vildi að það hefði ekki verið þannig! Hve sekir erum vér ekki? Hvaða ábyrgð herum vér ekki? Eg lieimsótti þennan mann oftar en einusinni meðan hann lá banaleguna, en hann tók aldrei sinna- skiftum eftir því sem menn geta séð. Hve oft komu mér til hugar þessi orð sem vér finnum hjá spámanninum Esekiel 33: 6: “þá verður þeim hinum sama burtsvift. fyrir sjálfs hans mis- gjörð, en blóð hans vil eg krefja af hendi varðmannsins. ’ ’ Já, þannig var ritað í dagbók hins gamla prests. S. Ellingsen. ÁHRIF HUGANS Á LÍKAMAN (niðurlag frá. bls. 54) leiddir af hinum mörgu lækningarkerf- um, sem framkvæma svo margt undra- vert. Vér verðum að játa það. En það gefur þeim enga guðdómlegu við- urkenningu. Djöfullinn mun gjöra margt undravert á hinum síðustu dög- um. Hann mun koma ókunnugur í ljóss engils mynd og afvegaleiða ef unt væri jafnvel hina útvöldu. Samt sem áður þurfum vér ekki að vera í myrkrinu viðvíkjandi véla- brögðum hans. Vér höfum óskeikulan leiðarvísi. “Til lögmálsins og vitnis- burðarins; ef þeir tala ekki samkvæmt þessu orði, þá er það af því, að ekkert ljós er í þeim. ”—Es. 8: 20. Ensk þýð. KIRKJAN OG RÍKIÐ (niðurlag frá bls. 64) Hið mikla spursmál er: Til hvers er þvingun góð í trúmálum? Vér skulum segja að ríkið hefði vald til að skipa fyrir hvenær vér eigum að biðja og hve löiig bænin eig'i að vera; hvenær maður eigi að skírast og hver eigi að skíra hann; hve oft hann eigi að fara í kirkju og í hvaða kirkju hann eigi að fara og hve mikið hann eigi að borga prestin- um. Ef ríkið hefði þetta vald, hvaða

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.