Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 17
STJARNAN.
49
j
I
i
Marg-ar einlægar sálir, sem þrá þekk-
ingu á Guði og hans vilja, vita ekki
hvernig þær eiga að byrja á-því námi.
Rf hinn kæri iesari skyldi vera í tölu
þeirra er hann beðin að reyna þetta:
Kyntu þér nöfnin á bókunum í biblíunni
og lærðu utanbókar í hvaða röð þær
koma hver eftir aðra. t. d. Matteus,
Markús, Lúkas, Jóhannes, Postulasagan
Rómverjabréfið, Korintubréfin, o.s. frv.
þetta gerir þér léttara að finna texta
sem vitnað er í. Bið til Drottins hátt
og í hljóði: “Ó Guð, hjálpaðu mér að
skilja þitt orð, gefðu mér náð og kraft
til að hlýða þér og feta í Jesú fótspor. ”
Byrjaðu svo að lesa fáeinar mínutur í
ritningunni á hverjum degi.
Menn geta skilið það.
Guðs vilji mönnum viðvíkjandi er að
allir verði hólpnir og komist til þekking
ar á sannleikanum. 1. Tim. 2: 4.
Ilvernig getum vér öðlast eilíft iíf?
“þetta er hið eilífa líf, að þeir þekki
þig einan sannan Guð og þann sem þú
sendir, Jesúm Krist. ” Jóh 17:3. Sá
sem trúir á soninn mun ekki giatast,
heldur hafa eilíft líf. Sjá Jóh.3: 16.
Hvernig getur maður orðið sæll og
hamingusamur í þessu lífi? Jesús segir:
“Sælir tru þeir sef heyra Guðs 0"ð og
varðveita það.” Lúk. 11: 28. Biblían,
kenning Krists og spámannanna er Guðs
orð. “Eftir að Guð forðum hafði talað
til feðranna oftsinnis og með mörgu
móti íyrir munn sinna spámanna, hefir
hann á þessum síðustu tímum til vor
talað fyrir soninn.” Ileb. 1: 1. Jesús
f
j
í
*:♦
býður oss að ransaka ritningarnar.
“Ransakið ritningarnar......þær eru það,
sem vitna um mig. Jóh. 5: 39.
Hvaða gagn er í slíkri ransókn?
“Trúin kemur af heyrninni og heyrnin
fyrir Guðs orð.” Róm. 10: 17. Með
þekkingu á ritningunni og hlýðni við
Guðs boðorð geta menn uáð luvðsta
stigi fullkomnunar og öðlast sanna
mentun. “Öll ritning er innblásin af
Guði og nytsöm til sannfæringar gegn
mótmælum, til leiðréttingar, til ment-
unar í réttlæti, svo Guðs maður sé al-
gjör og til als góðs verks hæfilegur. ”
2. Tirn. 3: 16, 17.
Hvernig stendur á því að fjöldi
manna fer á mis við þá blessun, sem
Guð er fús til að veita öllum fyrir Jes-
úm Krist? jteir vilja ekki heyra Guðs
orð, trúa því ekki og færa sér það ekki
í nyt. Jesús segir að ritninginn vitni
um sig. “Samt viljið þér ekki korna
til mín svo þér hafið lífið. Jóh. 5: 40.
Menn segja oft að það sé ómögulegt
að skilja biblíuna, einkum spádómana.
Sýndu sönnr ástundun við lestur hennar
eins og menn, sem læra túngumál eða
stunda aðrar námsgreinar. Ritað er:
“Sæll er sá, sem les þessi spádómsorð,
og þeir sem heyra þau og geyma það
sem í þeim er skrifað” Opinb.l:3. þetta.
er trygging fyrir því að menn geta skil-
ið; því að enginn er sæll af að lesa eða
heyra það, sem liann skilur ekkert í.
Sömuleiðis sýnir Dan 12: 10. að þeir
geta skilið sem leggja sig eftir því.
Hefir þú reynt þetta
S. Johnson