Stjarnan - 01.06.1919, Side 18

Stjarnan - 01.06.1919, Side 18
50 STJARNAN. Biður þú til Guðs pað getur skeS að þetta sé óvanaleg spurning, en hún er mjög svo áríðandi. Að það er nauðsynlegt að biðja er tal- ið víst, en kæmi sanfileikurinn í ljós, mundum vér sjá, að flestir þeirra, sem hafa nöfn sín á einhverri kirkjubók, aldrei biðja til Cruðs. Eg spurði unga stúlku, er eg þekti mjög vel og sem eg vissi hafði verið uppalin á kristilegu heimili: “Biður þú til Guðs?” Hún svaraði: “Nei” “Hefir þú aldrei á æfi þinni beðið til Guðs?” “Jú, eg heid eg hafi beðið fjórum eða fimm sinnum tíu seinustu árin. ’ ’ Hve undarlegt er það ekki, að verur, gæddar skynsemi, fæðast í kristnu landi þar sem þær heyra um Guð frá blautu barns beini, lifa alla sína æfi og deyja án þess að hafa talað við skapara sinn. Hann gefur þeim líf, heilsu, fæðu, föt og vini; þær anda að sér hans lofti, njóta hans sólar og rigningar, hlusta á hinn unaðsfagra fuglasöng, skoða sak- lausu blómin, sjá hið mikla reginhaf og landið í allri sinni fegurð; þær fá þús- und sannanir fyrir almætti hans og sjá óteljandi teikn upp á kærleika hans, og þó tala þær aldrei við hann. pær hvorki þakka honum ’fyrir lians óbrigðula gæzku né leita hjálpar hjá honum. En hin áríðandi spurniug, sem kem- ur til þín í dag er þessi: Biður þú til Guðs ? Bænin er nauðsynleg til þess að varð- veita hið andlega líf. Maður getur ef til vill orðið hólpinn án þess að hafa lesið í biblíunni. Hann getur verið blindur eða máske aldrei hafa lært að lesa. Maður getur ef til vill orðið hólpin án þess að hafa farið í kirk- ju. Hann getur verið fatlaður eða kannske iifað þar sem engin kirkja er. En til þess að frelsast verður hann að biðja til Guðs. Jafnvel hinn deyjandi ræningi á krossinum bað og var bæn- heyrður. Guð hefir í sínu orði gefið ýms skilyrði, sem men.n verða að upp- fylla til þess að öðlast sáluhjálpina; eitt hið fyrsta þeirra er bænin. “Leitið Drottins, meðan hann er að finna! Ivallið á hann, meðan hann er nálægur! Vanrækir þú nokkuð af því sem öll þín jarðnesk hamingja veltur á, með svo miklu kæruleysi og þii vanrækir bænina? Á þessum tímum eru hér um bil allir sannfærðir um að það er nauð- synlegt að öðlast þekking og ganga mentunarveginn. Margir afneita sér og fórna miklu til þess að fá góða ment- un. Reynir þii að þrozka heilann og göfga hugann? Ef það er tilfellið, hvernig getur þú vanrækt bænina 1 Hefir þú vini, sem þú elskar og sem þig langar til að hafa áhrif á, þeirn tii góðs? þú getur aldrei gjört það nema þú leitir hjálpar hjá Drottni í bæninni. Hefir þú einhverja gáfu eða andagift, sem þig langar að nota og sýna í því mannfélagi, sem þú tilheyrir; bænin á- kveður að miklu leyti hvort hún verði mönnum til blessunar eða bölvunar. Hefir þú miklar eignir undir höndum sem þú ber ábyrgð á og sem útheimta mikin vísdóm til að fara réttilega með? Hvernig getur þú borið ábyrgð án þess

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.