Stjarnan - 01.06.1919, Blaðsíða 32

Stjarnan - 01.06.1919, Blaðsíða 32
>J* — iiii —— iin —— iiu «w»i'írt a^ftiiii ma»iiii ■ : * ■ ■ Kirkjan og ríkið Eftir Dr. C. A. Hansen Hinar hættulegnstu grynningar meðfram tímans ströndum, eru sameining ríkis og kirkju. Vér trúum því að bæði ríkið og kirkj- an sé af guðdómleguni uppruna og að allir ættu að bera virðingu fyrir þeim. það er ekki hægt að stjórna ríki í friði þar sem engin guðsótti er. Meðan vér játum að þau bæði séu af guðdómlegum uppruna, höldum vér því fram, að verkahringur þeirra sé aðgreind- ur. Stöðugleiki stjórnarinnar og heill þjóðarinnar er undir algjörð- um aðskilnaði ríkis og kirkju kominn. Tilgangur sannrar stjórnar er að sjá um \ elícrð borgara lands- ins, að viðhalda reglu, að vernda lítilmagnann, og að veita öllum mönnum fullan rétt til að tilbiðja hinn almáttuga samkvæmt sann- færingu samvizku sinnar, eða með öðrum orðum, að veita öllum fullt borgaralegt frelsi, kenningarfrelsi og trúar frelsi. Og hver sú stjórn sem þannig uppfyllir skyldu sína, hefir heimtingu á stuðning allra borgara. Kirkjan er sá vörður, sem Guð hefir sett til að vernda um hina sönnu trú. Söfnuðinum er vald gefið fyrir kraft heilags anda til að leiða mannkynið inn á brautina sem leiðir til hins eilífa lífs, það er verk safnaðarins að prédika Guðr; orð og með aliri liógværð og kær- leika að leiða menn til að sýna Kristi lotningu. Hvenær sem þjónar Krists hafa unnið verk sitt með guðsótta og kærleika í hjart- anu, hafa þeir leitt menn til að fremja það sem gott og göfugt er, og á hinn boginn hefir það fært mönnum hamingju og sannan frið. Kirkjan hefir stöðu, sem ekkert annað félag eða stjórn getur tekið að sér. Engar veraldlegar fyrir- skipanir eða ráðagjörðir geta breytt hinu svikula mannshjarta. Vér sjáum oft að tveir eða þrír óskaðlegir efnispartar mynda— þegar þeim er blandað saman— hið banvænasta eitur eða hið hættulegasta sprengiefni. Meðan þeir voru aðgreindir voru þeir nytsamir og óskaðlegir. pannig er einnig kirkjunni og ríkinu var- ið. það var á þriðju og fjórðu öld að hin kristna kirkja fyrst fór að leita hjálpar ríkisins, eins og Ðraper kemst að orði: “Á dögum Konstantinusar mikla má finna byrjun hins dimma tímabils, sem hvíldi eins og þungt farg yfir Norðurálfunni um þúsund ár. ” það var þegar biskuparnir mistu sjónar af Guði að þeir leituðu hjálpar yfirvaldanna til að þvinga menn til að gjöra það, sem himin- inn kærði sig ekkert um. Með öðrum orðum, engin kirkja mun, meðan hún hefir samband við himininn, leita hjálpar yfirvald- anna til að þvinga menn til að fylgja kreddum sínum. þetta er verk heilags anda. þegar maður er rekinn áfram af þeirri hreyfi- vél, sem vér nefnum samvizkuna, þá er engin þörf á lögum til að reka hann. (framhald á bls. 60)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.