Stjarnan - 01.06.1919, Síða 14

Stjarnan - 01.06.1919, Síða 14
46 STJARNAN. inum með sorg og skömm, en að lokum sjáum vér hinn annan Adam, sem sigr- að hefir synd, dauða og gröf, í hásætinu sem konung konunganna og’ Drottin drotnanna, sem ríkja mun í sínu dýrðar ríki um aldur og æfi. Hún opinberar hið guðdómlega áform pegar þú ert búinn að lesa þessa bók með gaumgæfni, munt þú sjá að hún er meiri en bók, sem full er af ósaman- hangandi setningum, spakmælum og huggunarorðum. Hún er bók, sem læt- ur í ljós hið guðdómlega áform, og ekki einungis vísar hún monnum veg hjálp- ræðisins, heldur lýsir hún sorgarbraut Guðs fólks yfir eyðimörkina og kunn- gjörir örlög heimsins sem Guð hefir skapað og safnaðarins, sem hann hefir endurleyst. ]tegar vér skoðum þetta mikla verk þannig sjáum vér að þetta er ekkert mannaverk. pegar Columbus sá Orin- oco fljótið sagði einhver við hann, að hann hefði fundið eyju, en hann svar- aði: “Ekkert, fljót eins og þetta getur komið úr eyju. Hinn geysivíði straum- um tæmir vatn heillar heimsálfu í haf- ið.” pannig er þessari bók bókanna varið; hún hefir ekki upptök sín í hjörtum svikara, lygara og blindra leið- toga. Hún á upptök sín í skauti hins eilífa vísdóms, kærleika og náðar. Hún er eftirrit hins gvtðdómiega iundernis auglýsing hins guðdómlega áforms, og opinberun hins gnðdómlega vilja. Guð hjálpi oss til að meðtaka hana, trúa henni og verða hólpnir fyrir náð Jesfi Krists, Drottins vors. Hann uppgötvaði það Maður nokkur var mjög fijótfær, reiddist oft í samfélagi við aðra. Til þess að komast hjá freistingunni, sagði hann við sjálfan sig: “Eg vil taka mig upp og fara í burtu frá því mannfélagi, sem eg tilheyri og lifa á afskektum stað pá mun eg vissulega öðlast frið. Hann lagði svo af stað út í öræfin og bjó í helli nokkrum skamt frá svolitlum læk. Einn morgun fór hann eins og hann var vanur til lækjarins til að sækja vatn þegar hann var búinn að fylla krukkuna setti hann hana á jörðina, en hún steypt ist um. Hann fylti hana í annað og þrið- ja sinn en það fór alt á sama veg', af því að botninn var lítill og jörðin óslétt. Nú varð hann ofsareiður og henti krukk- unni í klettinn, svo hún mölbrotnaði. Fyrst þegar brotin lágu í kring um hann hvarf liann aftur til sjálfs sín. Hann viðurkendi þá að reiðin ætti upp- tök sín í hans eigin hjarta. Nú fór hann að skammast sín og játaði að sérhver freistast þegar hann er dreginn og veiddur af sinni eigin girnd. Mannlegir speglar. Ofurlítill daggardropi, sem loðir við iaufblað á fögrum sumarmorgni þegar kyrð hvílir yfir allri náttúrunni, endur- speglar allan hinn bláa himin. En hvaða smámynd þetta er af þessum geysivíða geimi. pannig getur Guðs barn, þó líf þess sé líttt kunnugt og áhrif þess sé mjög svo takmörkuð, end- urspeglað lyndiseinkenni Krists. Stórt stöðuvatn getur aðeins endur speglað hinn sama bláa himin, sem daggardropinn endurspeglar. Samt sem áður getur það gefið stærri mynd af hinum víða geimi; en, nema vatnið sé kyrt og það sé logn, mun endurskin- ið ekki verða fullkomin mynd. pannig verður hin sterkasta sál að vera róleg frammi fyrir Guði og’ hvíla í Jesú til þess að geta endurspeglað mynd Krists og opinberað heiminum elsku hans. N.P.N.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.