Stjarnan - 01.02.1921, Síða 6
22
STJARNAN
öölast betra tækifæri en þaS, sem þú hef-
ir í dag.
■N stendur fyrir neitun friðþægingar
Krists. Hefir þú ekki oft hlustab á
menn, sem afneita frelsaranum? Sú
villa er bin seinasta grein í trúarjátningu
þeirri, sem hinn mikli uppreistarforingi
hefir útbúið handa söfnuði sínum á jörð-
inni. Ef maðurinn gæti speglað sig í
ljósi himinsins og séð hvernig hann lítur
út í augum Guðs, þá mundi hann vissu-
lega ekki vera svo fljótur til að láta hinn
mikla blekkjara draga sig á tálar, heldur
mundi hann koma til krossins og þiggja
þá náð, sem hinn kærleiksriki frelsari
býður öllum mönnum ókeypis.
NiðurstaSan.
Eftir að hafa sundurliðað þessi tvö
nöfn og séð hvað þau standa fyrir, skilj-
um vér langt um betur að gjöra greinar-
mun á kenningu Krists og kenningu hins
illa. Vér eigum hægra með að forðast
tálsnÖrur sálarmorðingjans. Vér sjáum
hve nauðsynlegt það er að leita sér hælis
í skugga krossins og ganga hinum dýr-
mæta frelsara á hönd, þjóna honum og
sigra. með honum.
D. G.
Undirbúningur fyrir næsta stríð
Ameríski hershöfðinginn Baker flutti
fyrir nokkrum mánuðum ræðu í Bo.ston,
og fórust honum þá þannig orð fyrir
f jölmennri samkomu : “Að ef að Þjóða-
handalags hugmyndin ekki næði fram að
ganga, mundu vísindamennirnir hafa
íundið upp fyrir næsta strið eyðilegging-
aráhöld, sem rnundu ná langt út yfir alt
það, er nokkur hefði látið sér hugkvæm-
ast af þeim, sem tóku þátt í síðasta
stríði.”
17. des. 1918, flutti ameríska blaðið
Commercial Appeal ritstjórnargrein með
eftirfarandi lýsingu, eða samanburði á
næsta stríði og því síðasta: “Skyldi
næsta stríð byrja næsta ár, viljum vér
reyna að gefa yður hugmynd um eðli
þess.
Til samanburðar við næsta stríð, mun
þetta nú nýafstaðna verða sem barna-
leikur við hliðina á risahólmgöngu.
í næsta stríði munu verða notaðar
fallbyssur, sem með nákvæmni geta þeytt
sprengikúlum 35 mílur; er það svo löng
leið, að afi vor að eins gat ekið það á
degi, er hann var í kaupstaðarferðum
sínum.
í næsta stríði munu fallbyssur þessar
þeyta frá sér 2,000 punda þungum
sprengikúlum, er valda munu tvöfaldri
eyðilegging við það, 'sem hingað til hef-
ir þekst.
1 næsta stríði munu verða notaðar
eitraðar “gas”tegundir, er þrengt geta
sér bæði gegn um ull og leður. Einn
einasti dropi af “gasi” þessu á beran
lim, mun valda bráðum bana. “Gas”-
tegundir þessar mun verða hægt að senda
i sprengikúlum, og innihald einnar kúlu
mun geta gjöreytt bæði dýralífi og
jurtagróðri á >56,000 ferálna svæði, og
náð að valda skaða útyfir þessi takmörk.