Stjarnan - 01.02.1921, Síða 8

Stjarnan - 01.02.1921, Síða 8
24 STJARNAN unni til jaröar, og aö likindum aö engu gjöra hana. 1 næsta striöi mun borgum burtsópaö veröa, skógar eyöilagöir, námur gjöröar ónothæfar, og þar sem áöur voru blóm- legir garöar, græn tré, skrautlegir fugl- ar og börn, sem bööuöu hina litlu fætur sína í vötnum hinna tæru lækja, er stuðluöu til aö mynda hin miklu fljót— þar mun yfirborð jaröarinnar _verða eins autt og eyðimprkur au'sturálfunnar. —^ Eftir næsta stríð mun heimurinn sofa í jjúsund ár og bíöa eftir uppruna og jjroska nýs fyrirkomulags, er stjórnast af mönnum með nýjum hugsunarhætti.” P. Sigurðsson þýddi. — ----o—------ T öf radry kkurinn. Btiópisk þjóðsaga. Einu sinni var maður sem átti lata og svikafulla konu. Hann fór þess vegna að hugsa um að yfirgefa hana. Hann skoðaði sig um til að sjá hvort hann gæti ekki fundið aðra, betri konu, sem mundi sinna honum og heimili hans betur. Við að frétta þetta varö konan mjög sorgbitin og fór til læknis, sem var orð- inn frægur fyrir að búa til töfradrykki. honum sagði hún svo sorgarsögu sina: “Maðurinn hatar mig. Viltu gjöra svo vel að tilbúa töfradrykk fyrir mig til þess að eg geti gefið manni minum að drekka, svo hann fari að elska mig aftur.” Læknirinn hugsaði sig um og svo svaraði hann: “Það getur þú fengið, en fyrst verður þú að fara út í skóg og draga þrjú hár úr faxi á ljóni og gefa mér þau. Eg verð sem sé að hafa þau, þegar eg hý töfradrykkinn til.” Þegar konan var komin út fyrir lækn- ishúsið fór hún að ígrunda hvemig hún yröi að fara að til þess að nálgast ljón án þess að verða sundurrifin. í forðabúri sínu tók hún hálfan lambs- skrokk og þegar ljónið kom til að gleypa hana fleygði hún lambakjötinu til þess og hljóp svo á brott. Ljónið reif til sín kjötið og lét konuna í friði. Daginn eft- irgaf hún ljóninu enn þá stærra kjöt- stykki, og hélt þannig áfram að gefa þvi dag eftir dag. Ljónið vandi sig smám- saman við að fá þessa reglulegu fæðu og varð að lokum tryggt við konuna, sem sá svo ríkulega fyrir því. Það dillaði róf- unni eins og hundur, og i hvert skifti sem hún kom, hjúfraði það sig upp aö henni og sleikti hönd hennar. Nú var það auðvelt, að ná þessum þremur 'hárum úr faxi ljónsins. Þegar hún svo afhenti lækninum þau, spurði hann hana hvernig hún hefði farið að því að ná þeim. Þegar hún var búin að segja honum söguna, hló hann vel og lengi og sagði við hana: “Þú hefir sjálf búið til þann töfradrykk, sem þú baðst um. Farðu nú heim til þín og hegðaðu þér gagnvart manni þínum eins og þú gjörðir gagn- vart ljóninu, svo snýr elska hans til þín aftur. Eða heldur þú að maðurinn sé verri en ljónið ? Með því að sýna ljón- inu vináttu og gefa þvi góðan mat, vanstu elsku þess; vinn þú elsku eigin- mannsins á sama hátt.” Hún fór að ráði þessa vitrings. Hún sýndi manni sinum elsku og þolgæði og sá ætíð um að hann fekk góðan mat þeg- ar hann kom heim til máltíðanna. Maðurinn hætti við að hugsa um að láta hana frá sér fara. Hann leit ekki lengur á aðrar konur, heldur var hann henni eins góður og trúr og hún var honum. o-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.