Stjarnan - 01.02.1921, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.02.1921, Blaðsíða 14
30 STJARNAN Algjörlega yfirbugaður. Hinn merki fríhyggjumaSur, Anton Collins, mætti einn fagran sunnudag verkamanni, sem ihann þekti mjög vel. VerkamaSurinn var á leiö til kirkju. “Hvert ætlar þú?” spuröi Collins. “Eg ætla aS fara í kirkju,” var svarið. “Og hvaö ætlar þú aS gjöra þar?” “TilbiSja Guð.” “Er GuS þinn stór eða lítill?” spurði spottarinn. “Svo stór, að þér hafið ekki pláss í yðar mikla 'heila til að veita honum við- tökur, en á sama tíma-svo lítill, að hann getur búið í mínu litla hjarta”, svaraði verkamaðurinn, kvaddi Collins og og hélt svo leiðar sinnar. En Collins stóð eftir algjörlega yfirbugaður og játaði seinna fyrir vinum sinum, þegar hann sagði þeim frá þessu, að engar af þeim greinum, sem lærðir menn voru búnir að rita á móti fríhyggju skoðunum hans, hefðu haft svo mikil áhrif á hann eins og þetta einfalda svar frá vörum verka- mannsins. -------o------- Útskýrðar Fréttir. í sumum borgum Bandaríkjanna selja þeir eina kvenmannssokka fyrir $260. Eitt einasta sápustykki til að þvo sér í framan með kostar $1.65. í stórborg- inni New Vork selja þeir gullstáss og gimsteina fyrir ,eina miljón dollara á hverjum degi. Það virðist vera eins mikill eyösluandi og gáleysisandi í þjóð- unum núna eins og þar var i Sódómu á dögum Lots. Um þá borg segir Drott- inn: “Synd Sódómu systur þinnar (Jerúsalemsborgar) var ofdramb; hún og dætur hennar (hinar kringumliggjandi borgir) höfðu gnótt matar og lifðu góðu lífi i makindum; en réttu þó ekki hinum voluðu og fátæku hjálparhöndi Þær urðu drambsfullar og frömdu svívirðingar fyrir augum mér; þá svifti eg þeim burt, er eg sá það.” Esek. 16: 49, 50. Þetta var álit Drottins á þeirri borg. Hvernig mun hann skoöa syndir og sví- virðingar þær, sem framdar eru í stór- borgunum á þessum timum ? Verið vissir um að það mun fara fyrir þeim, eins og það fór fyrir Sódómu. Sjáið Lúk. 17: 27—30. Hér um bil allar mótmælendakirkjur á frlandi verða eySilagðar á þessum stjórnarbyltingartímum. Svo það er auðséð hver stendur bak við uppreistar- mennina. f borginni Chicago verður gefið út stórt dagblaö í þeim tilgangi að koma strangari sunnudagalögum í gildi um allan heim. Þeir eru þess vegna farnir að reisa líkneski dýrsins, sem spáð er um í Opinb. 13. kap. og innan skamms mun það verða fullsmíðaö. Það mun reyna að þvinga menn til að tilbiöja sig og hlýða sínum lögum. Það mun tala til mannanna gegn um hin ströngu lög og hóta þeirn öllu illu, sem neita að halda dag sóldýrkendanna heilagan. Kæri lesari, þegar þú sérð spádómana rætast fyrir augum þínum og að það er ekki nema um tvent að ræða, Guð eða líkneski dýrsins, lögmál Guðs . eða lög líkneskis- ins, hvíldardag Drottins eða sunnudag- inn, hefir þú þá ekki löngun til að koma yfir í herbúöir Drottins, berjast undir merki Immanúels (Guð með oss), verða vottur Jesú Krists, sem er herra hvíld- ardagsins (Mark. 2: 28) og vitna fyrir mönnunum eins og Jósúa foröum: “Kjós- ið þá í dag, hverjum þér viljið þjóna; .......en eg og mínir ættmenn munu þjóna Drottni.” Á hinum mikla reikn- ingsskapardegi mun alt mannkynið sjá og skilja hve vel Drottinn launar þeim. sem hafa staöið hans megin í hinni ægi- legu baráttu milli ljóss og myrkurs, sannleika og lýgi.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.