Stjarnan - 01.02.1921, Qupperneq 12
28
STJARNAN
seldir veröa um eina tíö, tvær tíöir og
hálfa tíð.”
“Eg ætla ekki aS taka tíma til aö
skýra þetta út í æsar, heldur leiða at-
hygli yðar að seinustu orðunum, sem vér
finnum í þessu versi. “Ein tíð” er eitt
ár, eins og einnig er sagt í athugasemd-
inni hér fyrir neðan. í þessum spádómi
er eitt spámannlegt ár 360 spámannlegir
dagar. Samkvæmt Esek. 4 : 6 er spá-
manniegur dagur sama sem virkilegt ár.
Þar lesum vér: “Tel eg þér dag fyrir ár
hvert.” Vér höfum þess vegna: Ein
tíð: 360 ár, tvær tíðir: 720 ár, ihálf tíð:
180 ár. Til samans verður þetta 1260
ár.
“í Opinb. 12:6, 14 er það auðséð, að
þetta timabil er 1260 dagar eða ár; og í
Opinb. 13:5 eru “fjörutíu og tveir
mánuðir” fþað eru 30 dagar í hverjum
mánuði i tímareikningi Gyðingaj ein-
mitt hið sama tímaibil.”
Herra Conan virtist vera sannfærður.
Frá rökfræðislegu sjónarmiði skoðað
gat hann ekki annað en orðið sannfærð-
ur um þau efni, sem þeir þegar voru bún-
ir að ræða. Þrátt fyrir það, að hann nú
var farinn að sjá að þetta samtal þeirra
mundi leiða í ljós það, sem honum mis-
líkaði að heyra, ætlaði hann samt að
hlusta á séra Anderson.
1260' ár eru það tímabil, sem þetta
“horn” myndi tala “guðlöstunaryröi”,
“kúga hina heilögu hins Hæsta” og
“hafa í hyggju að umbreyta tímum og
lögum”. Hvernig sannar nú veraldar-
sagan þetta?
“Árið 533 gaf Jústinianus, keisari hins
austræna Rómaríkis, út skipun, sem sagði
að biskupinn í Rómaborg væri kjörinn
“refsari allra villutrúarmanna” og “höf-
uö allra safnaða.” Nú.byrjaði, samkvæmt
þessari keisaralegu skipun, stríðiö á ný
til þess að útrýma öllum aríustrúar-
mönnum. Ári seinna urðu Vandælir und-
irokaðir. Og þar næst fór eins fyrir
Austurgotum í 53B. Þess vegna stóð
Rómabiskupinn árið 538 e. Krist, sam-
kvæmt hinni keisaralegu skipun, sem
höfuð kirkjunnar, og frá því ári byrjaði
það verk, sem spádómurinn lýsir.
“Bætum vér svo 1260 við 538 komum
vér til ársins 1798 e. Kr. Bar þá nokk-
uð sérstakt við í þeirri kirkju, hvers yf-
irhöfuð Rómabiskupinn var? Já, það
árið fór frakkneskur her inn i Róma-
borg, tók páfann fanga, herleiddi 'hann
til Frakklands og svifti hann þeim
völdum, sem hann svo lengi hafði átt.
Spádómur Daníels rættist bókstaflega.”
“Séra Anderson,” sagði herra Conan
og var hann fremur ákafur, “þér reyn-
ið í röksemdaleiðslu yðar að gjöra hina
kaþólsku kirkju að Antikristi. Það er
það versta, sem eg nokkurn tima hefi
heyrt.”
“Fyrirgefið, herra Conan, en hefi eg
ekki tekið það alt úr yðar eigin biblíu,
eins og við komum okkur saman um ?”
“Gott, látum það fara. En nú verðum
við að heyra dálítið um breytingu hvild-
ardagsins. Þér hafið enn ekkert sannað
af því sem við byrjuðum á.”
“Við' skulum þess vegna halda áfram",
sagði séra Anderson.
“Spádómurinn segir skýrum orðum, að
stikillinn mundi hafa í hyggju að breyta
tímum og lögum.” Hvaða lög eru hér
nefnd? Lesið alt versið og sjáið. Þetta
vald stríðir á móti Guði—móti nafni
hans, móti hans heilögu, móti hans lög-
máli. Og látið mig nú spyrja yður:
Kenna ekki bækur yðar, að páfinn, þeg-
ar hann talar “ex cathedra” (frá stóln-
um), hafi vald til að setja orð ritning-
arinnar til hliðar kirkjunni til góðs?”
“Jú, eg verð að játa, að þær kenni
það.”
“Inniheldur ekki kverið, sem þér hald-
ið á, Guðs lögmál, mjög frábrugðið því,
sem þér finnið í biblíunni?”
“Það 'veit eg ekkert um,” svaraði
herra Conan.
Hann rétti séra Anderson bókina og
fletti hann henni þar til hann kom að
kafla, sem fjallar um tíu boðorðin og bar
saman við böðorðin i herra Conans
biblíu.