Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 2
82 STJARNAN Hugarfar Krists. “Yeriö með 'Sama hugarfari og Jes- ús Kristur var/’ Þetta er fremur stutt setning og fljótlesin, en felur í sér ó- tæmandi umhugsunarefni, og enginn þarf aö leggja hart á sig til aö geta fund- iö yfirgfripsmikinn sannleika í henni. Tafnvel sannleikselskuni manneskjum hættir oft. til aö fara fljótt yfir mikils- vægu atriðin, ef til vill stundum af því, að þau oft eru borin fram með fáum orð- um, í stuttum og efnismiklum setning- um. Margir eru þeir sjálfsagc, sem hyggja sig feta í fótspor Krists, sem hafa mundu þörf á, að “rannsaka og prófa sjálfa sig”, eins og postulinn segir, og hér höfum vér þá ágætan prófstein: “Verið með sama hugarfari og Kristur Jesús var.” Hér skal ekki reynt að sökkva sér djúpt í þetta ómælisdjúp Krists full- komna hugarfars, heldur að eins bent á nokkra augljósustu þættina í hugarfari Krists. r 1. Hann elskaði með eilífum, falslaus- um kærleika, kærleika, sem stóðst próf- ið. fjóh. 15, 13). Kærleikurinn er há- mark fullkomnunar, og “fellur aldrei úr gildi’ Yi. Kor. 13, 8J. 2. Hann var hlýðinn alt fram í dauð- ann og beygði sig i öllu undir vilja föðursins. ("Fil. 2, 8. Lúk. 22, 42). 3. Hann viðurkendi gildi Guðs boða og hélt þau öll. þjóh. 15, 10). 4. Hann var óeigingjarn, lítillækkaði sig sjálfan og tók á sig þjóns mynd (Fil. 2, 7. 8j. Þetta gekk lærisveinum hans verst að læra, og svo er enn. Sumir virð- ast hógværir og lítillátir, en eru þó mikl- ir í sjálfs sín áliti, eru ekki litillátir af hjarta. Hann var hógvær og af hjarta litillátur. (Mtt. 11, 29L 5. Hann var þó skorinortur og hrein- skilinn og sagði sannleikann, þótt hann stundum sýndi myndugleika. (Matt. 23, 13—29Y 6. Hann var vandlátur mjög vegna málefnis Guðs og hinna þar að lútandi verklegu framkvæmda, og refsaði allri • óhæfilega meðferð á þeim hlutum. (Matt. 21, 12. 13; .7. Hann var guörækjnn og fann þörf- ina á að lifa i nánu bænasmbandi við íöðurinn, og gæfist ekki annar tími, not- aði hann hvíldartímann. (Hebr. 5, 7; Lúk. 6, 12; Mark. 1, 35). Hann elskaði réttlæti og dæmdi með réttvísi, ekki eftir ytra útlti. Það var unun hans að óttast Guð og gera rétt. (Hebr. 1, 9; Es. 11, 3—5)- 8. Hann fyrirgaf meingjörðarmönnum sínum og bað um fyrirgefningu fyrir þá. Þegar mennirnir, líkt og hinir valda- fiknu, eigingjörnu fræðimenn Gyðing- anna, svífast einskis til þess að geta tran- að sér fram og náð tilgangi sínum, en að- hafast jafnvel það vítaverðasta, þá eig- um vér að ihafa það hugarfar, sem skil- ur, að þeir eru svo afvegaleiddir af eig- ingjörnum hvötum og blindaðir af þessa heims guði, að þeir “vita ekki hvað þeir gera.” Þá getum vér lika fyrirgefið. éLúk. 33, 34;. 9. Hann var náðugur og miskunn- samur, og mildur við villuráfandi. CJóh. 1, 14; Matt. 9, 13; Jóh. 8, 11). 10. Hann var fórnfús og hjálpsamur. fMatt. 20, 28; Jóh. 9, 11; Matt. 11, 5). 11. Hann var aldrei á valdi tilviljana og ytri kringumstæða, en ávalt herra þess alls. þMatt. 14, 16; Matt. 8, 26). 12. Hann lifði öðrum til fyrirmyndar og eftirlét aðeins eftirbreytnisvert dæmi. (1. Pét. 2, 21; Jóh. 13, 15;. Að vera með sama. hugarfari og Krist- ur Tesús var, er að lifa hans lífi. “Sá, sem segist vera stöðugur í honum, hon- um ber að breyta eins og hann breytti.” Engin ákvörðun og engar reglur geta framleitt sannkristinn mann í daglegri hegðan, heldur aðeins hreint og guðinn- blásið hjarta. P. Siguriísson.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.