Stjarnan - 01.06.1921, Page 3

Stjarnan - 01.06.1921, Page 3
STJARNAN 83 “Vökumaður, hvað líður nóttinni?” “í sannleika er ySar Guð yfirguð guð- anna, yfirkonungur konunganna og op- inberari leyndra hluta.” (Dan. 2: 47J. Þessi orö eru vitnisburður Nebúkadnes- a.rs, Ba'belskonungs, eftir að hafa hlust- að á Daníel spámann, sem, eftir opinber- un frá hinum sanna Guði, lýsir allri rnannkynssögunni fyrirfram fyrir kon- unginum. En hlustið nú á Guðs eigin vitnisburð viðvíkjandi þeim spádómum, sem þjónar hans skrásettu í fornöld: “Eg kunngjöri hið ókomna frá öndverðu og segi fyrirfram það, sem eigi er enn fram komiö; eg segi: Mín ráðstöfun stendur stöðug, og eg framkvæmi alt hvað mér vel líkar.” YEs. 46: 10). Þegar biblían sýnir manni muninn á hinum sanna Guði og öllum falsguðum, er það tvent, sem hún leggur sérstaka áherzlu á. Fyrst og fremst sýnir hún fram á, að Ihann er sá Guð, sem hefir skapað alla hluti, frá hinni minstu ögn til hins stærsta hnattar, með öðrum orð- um: alheiminn. Og þar næst, að hann getur kunngjört hið ókomna og opinber- að hvað framtíðin beri í skauti sínu. Engir aðrir geta það. Þess vegna er hann “yfirguð guðanna” og “yfirkonung- ur konunganna.” Spádómar ritningarinnar eru allir á- reiðanlegir; “því aldrei hefir nokkur spádómur framfluttur verið eftir manns- ins vild, heldur töluðu hiflir helgu Guðs menn til knúðir af Heilögum Anda.”— (2. Pét. 1: 21). Hve stuttur og þýðingarlitill sem ein- hver spadómur kunni að lita út i augum mannanna, þá man samt Drottinn eftir honum- Heyrið hvað hann segir þessu viðvíkjandi: “Eg vaki yfir mínu orði að eg framkvæmi það.” (Jer. i; 12). Það var Krists andi, sem opinberaði spámönnunum alt, sem mundi fram koma á þessari jörðu og lyfti jafnvel blæjunni svo hátt, að þeir gátu horft inn í eilífðina og lýst henni. Meðan Kristur var hér á jörðinni, opinheraði hann sjálfur læri- sveinum sínum margt vðvíkjandi fram- tiðinni. Hann gaf þeim mörg tákn, sem mundu sýna þeim, að endurkoma hans væri í nánd og fyrir dyrum. Látum oss í félagi athuga fáein af þeim táknum og sjá, hvort það er rétt að heimfæra þau upp á þennan tíma, sem vér lifum á. Spegill tímans. “Því eins og gekk til á dögum Nóa, eins mun til ganga við komu Mannsins Sonar” (Lúk. 17: 26L H'vað var það, sem var rangt við daga Nóa ? Svar: "Drottinn sá, að ilska mannanna var mikil á jörðinni, og að öll hugsun manns- ins hjarta var vond alla daga.” “Guð leit á jörðina, og sjá, hún var spilt; þvi alt hold hafði spilt vegum sínum á jörð- inni’ (1. Mós. 6: 5, 12). Og hin tvö fyrstu vers þessa kapítula bera ljósan '' ott um að hið siðferðislega ástand heims- ns hafi verið hræðilegt. En hvernig er það á þessum tímum? Er það nokkuð líkt þvi, sem var á dögum Nóa? Hvernig er heimilislífið í hinum svo kölluðu menn- ingarlöndum nútimans? , Heimilið er undirstaða mannfélags- ins. Eins lengi og öll heimili ríkisins standa eins og rambygður hafnargarð- ur til að blrjóta hinar æstu spillingar- öldur og svifta þær aflinu, mun rikið dafna og blómgast; en undir eins og

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.