Stjarnan - 01.06.1921, Blaðsíða 6
86
STJARNAN
og bygöu hús [þeir lifðu og breyttu eins
og enginn Guð væri til] ; en á þeim degi,
þegar Lot fór út af Sódóma, rigndi eldi
og brennisteini af himni, sem eyðilagöi
þá alla. Eins mun tilganga á þeim degi,
þegar Mannsins sonur birtist.” (Xúk.
17: 26—30J.
Peningaeyðsla og fátcekt.
Vér sjáum miljónamæringa byggja hús
handa köttum sínum, sem kosta $15.000.
Maöur nokkur keypti gimstein handa
konu sinni, sem kostaði $500,000, og hélt
svo veizlu til þess að konan gæti haft
tækifæri til aö sýna gjöf sína. Veizlan
kostaði að eins $100,000'. Liljugrösin,
sem höfö voru til prýðis á borðunum,
kostuðu ekki. nema $8,000. Vér lesum
um stúlku, sem ásamt pilti á leið til leik-
hússins, fer inn í fatasölubúð á Fifth
Ave. í New York, til þess að skoða kven-
mannskápu. Hún skoðar margar og að
lokum finnur hún eina, sem henni geðj-
ast. Hún spyr um verðið. Búðarmaður-
inn svarar: $15,250. Varla voru orðin
af vörum hans, fyr en pilturinn, sem
fylgdi stúlkunni, segir: “Buðu um hana.”
Fyrirþá peninga. sem lagðir voru í þessa
einu kvenmannskápu, hefði mátt reisa
tvö góð nýtízkuhús. Og þó að þetta sé
himinhrópandi eyðsla, þá er það ekki
mikið í samanburði við það, sem bar við
i Los Angelos í California síðastliðinn
vetur.
Einhver gyðja af þeirri tegund, sem
menn dýrka i kvikmynda-sýninga-heim-
inum, steig upp í bifreið, er hún hafði
pantað frá Norðurálfunni og borgað
$12.000 fyrir, því engar af þeim bifreið-
um, sem smíðaðar eru í Bandaríkjunum,
voru nógu góðar; stúlkan fór ofan í bæ,
gekk inn í ihina fínústu fatasölubúð í
borginni, sat þar um tíma og horfði á
hinar unaðsfögru vaxbrúður, sem þar
stóðu klæddar eins og drotningar. Svo
fór hún að panta það, sem henni fanst
að hún endilega þyrfti með. Þegar
reikningurinn kom, sýndi hann að hún
var búin að kaupa föt fyrir $193,175,
Þar að auki keypti hún ilmbauka fyrir
Si,ioo. Og svo fór hún að hugsa um.að
hún þyrfti að fá eitthvað til að setja á
höfuðið, og til þess að vera ekki alt of
eyðslusöm, keypti hún aðeins átján
hatta. Svo þegar alt, sem hún var búin
að útvega sér þennan eftirmiðdag, er tek-
iö með í reikninginn, verður hann hér
um bil $200,000. Og ekki var þetta gjört
í neinum öðrum.tilgangi, en að geta fylgt
hinni hégómlegu tízku, sem rekur rót
sína til óþverra strætanna í Parísarborg.
Meðan þeir, sem tækifæri hafa til að
likna og hjúkra hinum bágstöddu og
veiku, og seðja hina hungruðu, eyða pen-
ingunum á þennan hátt, koma neyðaróp
frá mörgum löndum um hjálp. Munið
eftir hinum bágstöddu Armeniumönn-
um, hrakningum og þjáningum þeirra.
Pólland. er komið. á barm örvæntingar-
innar. Kinverjar svo þúsundum skiftir
hrynja daglega niður úr hungri. Hve oft
lesum vér. ekki í tímartum, að $10 getur
frelsað barn frá hungurdauða í hinum
ofannefndu löndum ; en. hér er tízkuam-
bátt, sem á einum degi eyðir $200,000 í
föt handa sjálfri sér, Með þessum pen-
ingum hefði mátt bjarga lifi 20,000
barna. Gefa þessar tölur oss dálitla hug-
mynd um þá ábyrgð, er hvílir á þeim, er
hafa meðöl í hönd til að lækna hina veiku
parta hins þjáða mannfélagslikama? Eða
erum vér enn svo skilningslausir og
blindir, að vér sjáum ekki, að hönd Drott-
ins er þegar á lofti til að hegna mönnum
fyrir slíkt?
Þetta voru syndir Sódómu: “Synd
Sódómu systur þinnar [Jerúsalemsborg-
ar], var ofdramb; hún og hennar dætur
[umkringjandi 'borgir] höfðu gnótt mat-
ar og fullan frið, en réttu þó ekki hinum
fátæka og þurfamanninum hjálparhönd.
Þær voru drambsfullar og frömdu sví-
virðingar fyrir augum mér; þegar eg sá
það, svifti eg þeim burtu” fEsek. 16:
49, 50). Og þetta munu vera syndirnar,
sem munu viðgangast í heiminum rétt á
undan endurkomu Krists.”
“Enn fremur segir Drottinn: Sökum