Stjarnan - 01.06.1921, Page 7

Stjarnan - 01.06.1921, Page 7
STJAKNAN 87 þess að dætur Síonsborgar eru dramb- látar, ganga meS reigða hálsa, depla ftildraj augunum, tifa í göngunni og hafa látgæðisfullan fótaburð, þá mun f. hinn Alvaldi hárlausan gjöra hvirfil Sí- onsborgardætra, og Drottinn mun gjöra, blygðun þeirra opinbera. Á sama degi mun hinn Alvaldi í burt taka þær hinar fógru öklaspennur, húfurnar, hálstingl- in, eyrnaspennurnar, armfestarnar, and- litsskýrurnar, motrana, öklafestarnar, lindana, ilmbaukana, töfraþingin, fingur- gullin, nasanistin, glitklæðin, kápurnar, skikkjurnar, pyngjurnar, blæjurnar, lín- serkina, ennidúkana og yfirhafnirnar. Þær skulu hafa illan daun fyrir sætan ilm, fetil fyrir beltislinda, sköllótt höfuð fyrir sveipað hár, hæruband fyrir brjóst- gjörð, dapran yfrlit í staðinn fyrir feg- urð. Menn þínir munu fyrir sverði falla, og kappar þínir í orustu.'’ ýEs, 3: 16—25). Ætli iþað borgi sig betur að leggja peninga á hinn himneska banka, í stað- inn fýrir að eyða þeim til að vera drambs fullir, og fremja svívirðingar með? Hlustið á orð Drottins þessu viðvíkj- andi: “Nei, þetta er sú fasta, sem mér lík- ar, að þú leysir fjötra rangsleitninnar, látir rakna bönd oksins, gefir frjálsa hina kúguðu, sundur brjótir sérhvert ok, deilir brauð þitt með hinum hungraða, hýsir bágstadda, ofsótta ýhælislausa) menn. Ef þú sér mann klæðlausan. og klæðir þú hann, og firrist hann eigi, af því hann sé maður eins og þú, þá skal hamingja þín upprenna, sem morgun- - roði, og heill þín bráðlega framspretta; þá mun þitt réttlæti fara fyrir þér, og dýrð Drottins fylgja á eftir þér; þá muntu ákalla Drottin, óg hann mun bæn- heyra; þú munt kalla og hann mun svara: “Sjá,hér em eg.” Ef þú heldur þér frá allskonar undirokun, spotti og syndsamleguin orðum, ef þú réttir hin- um hungruöu bitann frá munni þínum, og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós upprenna fyrir þér í myrkrinu, og dimma verða þér sem hádegi dags.” (Es. 58: 6—ioj. Fyrir nokkrum árum var sagt: Helm- ingur heimsins veit ekkert um, hvernig hinn helmingurinn lifir. En nú er það: Helmingur heimsins kærir sig ekkert uni hvernig hinn helmingurinn devr. “Heyrið nú, þér riku, grátið og kvein- ið yfir þeim eymdum,' sem yfir yður munu koma. Yðar auður er þegar fún- aður, og yðar klæði orðin mölétin. Yðar gull og silfur er orðið ryðbrunnið, og ryðið af því mun verða vitni gegn yður og eta yðar hold; þér hafið fjársjóðum safnað, sem eldsneyti, á síðustu dögun- um. Sjá, launin, sem þér hafið dregið af verkamönnunum, sem hafa slegið yð- ar lönd, hrópa, og köll kornskerumann- anna eru komin til eyrna Drottins alls- herjar. Þér hafið lifað i sællífi og óhófi á jörðinni; þér hafið alið hjörtu yðar eins og til skurðardags. Þér hafið dæmt til dauða og drepið hinn réttláta, hann stendur ekki á móti vður. Þreyið því, bræður mínir, þangað til Drottinn kem- ur. Sjáið, akuryrkjumaðurinn væntir jarðarinnar dýrmæta ávaxtar, og þreyir þar til hann fengið hefir haustregnið og vorregnið. Þreyið og þér, styrkið yðar hjörtu, þvi tilkoma Drottins nálgæist.” (Jak. 5: 1—8). D. G.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.