Stjarnan - 01.06.1921, Qupperneq 14
94
STJARNAN
gjörlega andstæSar því eðlilega, gátu
komið herra Bower til að kúga sínar
betri tilfinningar.
Maður nokkur var kærður fyrir rann-
sóknarréttinum, af því aö hann hafði
sagt við konu sína, er þau mættu tveim-
ur munkum: “Hve hjákátlegir menn
þessir eru. Þeir halda, að þeir geti
íengið inngöngu í himnariki með þvi að
klæðast pokum og ganga berfættir. Þeir
gætu víst verið alveg eins kátir og við
hin og komist eins fljótt inn í himin-
inn.”
Maður þessi var aðalsmaður og herra
Bowers handgegngi vinur. Hann hafði
viðhaldið þeirri vináttu eftir að herra
Bower varð meðlimur rannsóknarréttar-
ins, enda þótt allir væru hræddir við að
umgangast meðlimi hans. Hann var að
ganga úti í garði 'sínum með konu sinni
og sá tvo berhöfðaða og 'berfætta munka
fara fram hjá og þá hann hugði, að þeir
myndu vera of fjarri til að heyra til sín,
lét hann konu sinni í ljós undrun sína
yfir þvi, að nokkur maður skyldi geta
verið svo þröngsýnn, að þvílíkur klæðn-
aður gæti áunnið hylli Drottins.
Því miður hevrðu munkarnir hvað
hann sagði og kærðu hann fyrir rann-
sóknarréttinum. Þetta vakti til fulls
herra Bower’s meðaumkvun, því hann
vissi, að hinn kærði mundi verða með-
höndlaður með mestu grimd og vonzku,
þar eð þvílíkur talsmáti var áltinn stór-
kostlegt brot gegn kirkjunni. Það olli
honum því sárustu sorgar, er hann þarna
heyrði nafn síns bezta vinar nefnt og að
formaðurinn endaði athugasemd sina
með eftirfylgjandi orðu'm: “Og þér,
herra Bower, fáið hér með skipun um,
að taka hann og koma með hann hingað
milli klukkan 2 og 3 i nótt.”
Herra Bower svaraði: “Herra minn,
þér þekkið til okkar miklu vináttu,” en
formaðurinn greip beiskyrtur fram í fyr-
ir honurn: “Vináttu, minnist þér ekki á
vmáttu, þeagr um skyldur vorar er að
ræða í þjónustu hinnar heilögu kirkju.”
Hann stóð upp til brottfarar og endaði
talið með þessum orðum: “Sjáið nú um,
aö þetta verði gjört. Verðirnir bíða fyr-
ir utan.” Og er hann gekk fram hjá
herra Bower bætti hann við: “Á þennan
hátt yfirbugar maður eðlið, herra
Bower.”
Því verður ekki lýst, sem hreyfði sig i
'hjarta herra Bowers þennan tima, éhér
um bil klukkustund'), sem hann varð að
biða. Það var honum ómögulegt, að vara
vin sinn við þessu, því verðirnir biðu
fyrir utan. Og skyldi hann hafa neitað
að fara, mundi hann hafa stofnað sér í
dauðans hættu, án þess að geta hjálpað
vini sínum með því.
Þegar honum var ságt, að tíminn væri
kominn, gekk hann með vörðunum að
húsinu og barði að dyrum. Vinnukona
nokkur leit út um gluggann, og spurði
hver þar væri. Herra Bower svaraði:
Hinn heilagi rannsóknarréttur, opnaðu
fvrir oss, án þess að vekja nokkurn, eða
gjöra nokkurn Ihávaða, ella rnunt þú kom-
ast í ónáð hjá kirkjunni.” Vesalings
stúlkan kom til dyranna í náttklæðum
sínum og svo óttaslegin, að hún naumast
gat staðið upprétt. “Sýndu oss leiðina,
til herbergis herra þíns.” Hjarta herra
Bowers skelfdist af kvölum. Hann þekti
leiðina eins vel og hún og hann mintist
þess hve margar glaðar stundir hann
hafði haft í þessum heribergjum með
vini sinum.
Aðalsmaðurinn og konan hans, sem
aðeins höfðu verið gift í sex mánuði,
sváfu bæði, er þeir komu inn í herbergi
þeirra. Konan vaknaði fyrst og hróp-
aði á hjálp. Einn af hermönnunum sló
hana í höfuðið svo blæddi, og fékk sá
harða átölu fyrir hjá herra Bower. Að-
alsmaðurinn, sem nú var vaknaður,
hljóðaði upp yfir sig af skelfingu. Hann
leit á mennina og fórnaði upp höndunum
af undrun. “Herra Bower,” sagði hann.
Meira gat hann ekki sagt. Tilfinningar
hans báru hann ofurliði. Herra Bower
var líka neyddur til að snúa sér undan á
meðan ihann aflauk erindi sínu. Og við
þá eftirfarandi viðburði í þeim óttalegu