Stjarnan - 01.06.1921, Síða 15
STJARNAN
95
kemur út mánaðarlega.
Útgefendur : The Western Canadian Union Conference of S.D.A .
Stjarnan kostar $1.50 um árið í Canada, Bandaríkjunum. og á Islandi
(TBorgist fyrirfram). ' 1
Ritstjóri og Ráðsmaður : DAVfÐ GUÐBRANDSSON
Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Talsími: A-4211 |
...........................................................................llíllllS
afdrifum ])orði hann heldur aldrei að
lita á hann, til 'þess að augnaráð hans
opinberuðu ekki öllu ráðinu hans hjart-
ans tilfinningar.
Næsta morgun, þegar ■ herra Bower
skilaði fangelsislyklinum og tilkynti for-
manninum, að aðalsmaðurinn væri settur
fastur, sagði þessi við hann: “í þetta
skifti ihafið þér leyst verk yðar af hendi
eins og maður, sem óskar að yfirvinna
veikleika eðlisins..”
Aðalsmaðurinn varð að þola hinar
verstu píslir, en dauðinn leysti ihann frá
kvölunum eftir þrjá daga. Eignir hans
voru gjörðar upptækar eins og venja var
og sölsaði rannsóknarrétturinn þær allar
undir sig að undanteknum litlum hluta,
sem ekkjunni var eftirskilinn.
Það var nú ekki nema eðlilegt, að
herra Bower væri ákveðinn í að flýja,
enda þótt fyrirtæki það væri eitt hið
mesta hættuspil, er sagan getur sýnt.
Hann átti enn þá eftir að finna út, á
hvaða hátt hann gæti flúið. Honum
datt í hug, að biðja um dálítið frí, til að
íerðast til Uorreta, og hann heimsótti
oftsinnis formann rannsóknarréttarins
til að frambera þetta sitt erindi, af ótta
við, að tilfinningar hans myndu bera
hann ofurliði og geðshræringar koma
upp um hann. Hann fór nú aftur og
aftur heim við svo btíið.
Að lokum herti hann upp hugann dag
nokkurn, er hann var að tala við for-
manninn, og sagði: “Herra minn, það
er langt síðan eg kom til Uoretta, vill yð-
ar háverðugheit leyfa, að eg ferðist þang-
að svo sem vikutíma?” Ueyfið fékst und-
ir eins.
Það er vel hægt að hugsa sér, hve
smeykurherra Bower nú var, þar eð hann
gekk með þessa ákvörðun í huganum,
enda sofnaði hann ekki dúr þá næstu nótt
fremur en margar undanfarnar.
Þegar hann svo var albúinn til ferðar
og hafði falið sín verðmætisskjöl ásamt
reglum rannsóknarréttarins í fötum sín-
um, fór hann snemma um morguninn of-
an með ferðapoka sinn, því hesturinn,
sem hann hafði pantað sér, beið hans.
Hann steig á bak og sagði við eiganda
hestsins, að hann vissi ekki hve vel ferða-
lagið myndi ganga, því hann væri óvanur
reiðmaður. Hann spurði, hvort hestur-
inn væri falur, og hve mikið hann kost-
aði. Eigandinn gaf upp upphæð nokkra
og herra Bower fékk honum peningana.
Því næst lagði hann af stað, vopnaður,
með tvær hlaðnar skammbyssur, fast-
ákveðinn á því, að láta sig ekki lifandi
liöndla.
(Framh.)