Stjarnan - 01.05.1922, Side 9
STJARNAN
73
Newell, oröin hugfangin hvort í annað
og hugur hinnar ungu stúlku dvaldi við
þetta dag og nótt.
MeS tárvot augu skrifaöi Harriet fá-
um dögum seinna í daghók sína:
“Hiö þýöingarmikla svar er ósent
enn—eg haltra enn þá til beggja hliða.
Mig langar aS sjá og tala viö mína
kæru móöur. Staöa mín er svo ein-
kennileg, aS eg get ekki trúað neinum
fyrir því. HvaS á eg aö gjöra? Ef
tárin gætu leitt mig inn á braut skyld-
unnar, þá mundi eg vissulega rata.
Hjarta mitt kvelst — og eg veit ekki
hvaö eg á aS gjöra. Leiö mig, þú, ó
mikli Guð! Eg fer heim næsta þriðju-
dag. Ef til vill mun móSir mín segja
við mig: “Harriet skal aldrei fá að
fara.” Ef svo verði. þá er skylda mín
skjýr. Eg get ekki brotiö á móti ráöi og
boðum góðrar og guðhræddrar móSur.”
Eegar þriöjudagurinn kom, steig
Harriet upp í dagvagninn, sem ferSað-
ist milli Boston og Haverhill og kom
aftur í hús móður sinnar hjá torginu.
Áður en dagvagninn ók yfir Merrimac-
fljótið, fór hann fyrst gegn um Brad-
ford eftir “Boston brautinni” fram hjá
mentaskólanum og heimili .herra Hlas-
elti.nes. Hin yngsta og fegursta stúlka
á þessu Bradford heimili og hin granna,
brúneygða stúlka frá Haverhill voru
af forsjóninni ákveðnar til að yfirgefa
hin sólbjörtu Ný-Englandsríki, skyld-
fólkið, sem sat um arineldinn, og fara
yfir tvö höf til hinna leyndardómsfullu
landa í suðurhluta Austurálfunnar til
þess að lifa og deyja meðal heiðinna
þjóða.
Harriet fann móður sína undirbúna
til að mæta þessari alvarlegu^ spurn-
ingu, sem hún kom með. í vandræðum
sínum hafði Samuel Newell trúað
Nancy Haseltine fyrir leyndardómi sín-
um og var hún bpin að bera þetta mál,
er truflaði hana svo mikið, fram fyrir
móður Harriets. Með tárvot augun
var þessi kristilega kona búin að svara:
“Eg þori ekki og get ekki mælt á móti
því.” íÞegar svo Harriet 'kom heim
þann dag í aprílmánuði, var frú Atwood
reiðubúin til að láta samvizku dóttur
sinnar skera úr málurn. Síðan dauða
föðursins þiremur álrum áður, hafði
Harriet af öllu hjarta hjúfrað sig up-p
aö móðurinni. Nú hafði einhver undra-
verður, nýr kærleikur sprottið upp í
hjarta hennar og, umbreytt henni frá
því að vera barn til hinnar fullþrosk-
uðu konu, sem hafði ásett sér að sigra
í lífinu. Samuel Newell meðtók hina
innilegustu ást, sem til var í hennar
hjarta. Og þó haföi hún ekki einung-
is hans vegna valið hið erfiða líf
kristniboðans, heldur af því að hún frá
djúpi sinnar hreinu sálar hafði ákveð-
ið að fara hvert sem Guð mundi leiða
hana.
í júnímánuði urðu þau Harriet og
Samuel að skilja um níu langa mánuði;
því hinn ungi maður varð að fara, á-
samt vini sínum Gordon Hall, til Phila-
delphia til að stunda eðlisfræði og
læknisfræði og á þann hátt búa sig
undir kristniboðsstarfið. Einmana
hjarta sat eftir i húsinu í Haverhill.
Nancy Hiaseltine mundi hafa verið
henni til huggunar, en hún var farin
og ætlaði sér að vera í Salem um
lengri tíma.
Snemma um veturinn var ,Nancy foú-
in að kveðja Adoniram Judson, þegar
hann lagði af stað í lengra ferðalag en
með dagvagninum til Philadelphia.
Hann fó|r með slkjipinu “Pajckiet” til
Englands, sendur af stjórn. hins nýja
ameriska kristniboðsfélags til að ræða
við hið eldra brezka félag sameiningu
þessara tveggja stofnana.
í þá daga tók ferð til Norðurálfunn-
ar vanalega tvo mánuði. Pósturinn tók
enn lengri tíma, svo Adoniram Judson
gat komið aftur til Merrimacdalsins
fyr en Nancy mundi frétta af komu
hans til Englands. Þess vegna liöu
margar vikur fyr en fregnin um æfin-