Stjarnan - 01.02.1923, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.02.1923, Blaðsíða 2
18 STJARNAN Kveðja til ungmennafélags S. D. Adventista í Reykjavík, Islandi. Eg lit nú til austurs og logandi sé ijósðldur fadla og risa, og sólgeisla vafninga vefja hvert tré, og vestur um eyðurnar lýsa. Mér virðist í bjarmanum brosandi mynd breiða út faSmandi hendur, eg kannast viS gullroSinn glóandi tind, og glampandi vogskornar strendur. par sé eg alt, sem er minnistætt mér, og margt, sem eg elska og þrái, — par, sem eg borinn og barnfæddur er, og býst við aS ennþá eg fái, aS líta með fögnuði fósturland mitt, sem framandi löndum er kærra, en verði það ekki, — þá himneska hitt, sem heiminum öUum er stærra. Vér sjáum á öllu hér útlendings brag, en ættjörðin himneska blður, vér syngjum sem herleiddir hrygðbland- ið lag, en hljótum að fagna um síðir. En meðan vér bíðum í, Babýlon hér, þá biðjum að Guð henni veiti, hughvarf til lífsins, sem hinsvegar er, og hörmung I friðsælu breyti. Kærleikans, hreinleikans helgandi mátt himininn vill okkur gefa, þótt spillingar f.lóðöldur hefji sig hátt, hann, — sem er fær um að sefa ólganda vöt-iin og vonskunnar bál, vakir þótt scríðsvindar drynjj, og megnar að 'yfta upp sökkvandi sál, þótt sundurlaust imannfélag hrynji. Hann kallar þig unga og ókvíðna sál, því æskan er guðsríkis prýði, og felur þér himinsins háleita mál, að hugga þá stríðandi ilýði, sem fálma í myrkri og'fjariægast þvi Frelsarans blæðandi hjarta, en sökkva sér hörmunga hyldýpi I, og harmanna náttmyrkrið svarta. Hann býður þér himinsins hertýgi öll, og heilagann sannleikans anda, og gefur þér trú, sem að flutt getur fjöll, og fjarlægt hvern ógnandi vanda. það eina, sem þú ekki afrækja mátt, se/m útvalinn hlýtur að stríða, og velþóknun himinsins) eilífa átt, það er: — þfnum Guði að h.lýða. Skoðaðu veraldar vonsku og synd, með viðbjóði glæpi hans alla. Sjáðu þá skelfingar margsmáðu mynd, því mannkynið alt er að falla, lengra- og dýpra I lastanna hyl, og lamaðar þjóðirnar standa I blóðugum uppþota æsingar byl, sem ætlar nú jörðunni’ að granda. En Djöfullinn gengur sem grenjandi ljón, og gleypir þá bráð, sem hann finnur, en blöskrar þér ekki hiii sorglega sjón, að sjá hversu marga hann vinnur, og fyllir nú heiminn með hörmungar neyð, svo hungraðar þjóðirnar stynja, en sjá aðeins framundan sárasta deyð, og sjá'egu borgirnar hrynja. En blððstorkin löndin við bölvunar fár beisklega verða að stríða. þar heyrast stunur — og þar falla tár, já, þar verður margur að líða, og illkynja depsó'ttir geisa I gríð, en grátandi hungraðar mæður, horfa á deyjandi börnin sin blíð, sem. beinkrama skrælnaðar hræður. ó! — Hvílík mæða og eymdanna fár. þú' eilífi Drottinn vér biðjum, sjá vorrar kynslóðar kvalir og tár. — ó, komdu og léttu þeim viðjum, sem eru að kremja og kreista I hel, þá kynsló'ð, sem á þó að boða þinn frelsandi boðskap um foldarins hvel: að forðast þann síðasta voða. Vér skoðum þau herjuðu hungrandi lönd, og hjörtu vor taka að biæða, oss langar að rétta þeim líknandi hönd og logandi und þeirra græða, að færa þeim huggun og himneskra fró, og hjálpa þeim rétt til að finna. þann, sem. að fúslega fyrir þau dó, Því fyrir hann ber oss að vinna. Svo leggjum þá kraftana, líf vort og fé I Laustnarans stjórnandi hendi, og iátum það helsærðum heimi I té, svo himininn bráðlega sendi höfðingja friðarins hingað á jörð, — svo 'hörmunga tíminn sé liðinn, — að sameina gjörvalla guðsbarna hjörð, og gefa’ henni eilífa friðinn. Pétur Si'gurðsson.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.