Stjarnan - 01.02.1923, Side 4

Stjarnan - 01.02.1923, Side 4
20 STJARNAN er í Jesú Kristi, en neitaði aS breyta eftir 'honum. Hánn fór aö gutla við andatrú og sagðist hafa vitranir, með öðrum orðurn, hann var orðinn rniðill. Hann játaði fyrir konu sinni, að hann væri djöfulóður, en hún taldi honurn trú um> að hann myndi verða spámað- ur Guðs. Hann hætti við alla verzlun og fór að kunngjöra fólkinu þessar nýju vitranir sinar. Oig þó að hann væri ekki læs fór hann að prédika árið 609 e. Kr. Var hann þá 39 ára gamall. Þegar kona hans var dáin, og bæjar- stjórnin í Mekka bannaði mönnum að verzla við fylgjendur hans, flúðu þeir til Medína, 16 júní, .622 e. Kr., og sett- ust þar að. Þar smíðaði hann sam- komuhús og hélt áfram að prédika. Fylgjendur hans lifðu af að ræna verzl- unarlestir Mlekkamanna, til þess að geta hefnt sín á þeim. Bæjarstjórnin í Mekka sendi þá þúsund manns til Med- ina til þess, að drepa Múhamed, og gjöra enda á öllum ránferðum hans. Múhamed safnaði þrjú hundruð mönn- urn, og fór út fyrir borgina til að mæta hernum frá Mekka. Þeir mættust hjá Badr, og þar hófst orustan. Vann Múhamed þar mikinn sigur þrátt fyrir það, að mótstöðumenn hans voru þrisv- ar sinnum sterkari en hann. Nú fóru hinir hjátrúufullu Arabar að halda, að Allah væri virkilega með honum. Eft- ir þennan sigur varð hann nafnkunnur stjórnmálamaður, herforingi og fals- spámaður. Hann tók sér ellefu kon- ur, og hin helsta meðal þeirra var hin fagra Aischa, dóttir Abu Bekrs, sem varð jCftirmaður hans- Þessi hreyf- ing var fyrirsögð í Ö-uðs orði á þessa leið: “Þegar sá fimti engill básúnaði, sá eg stjörnu falla af himni ofan á jörð- una; lienni var fenginn lykill að brunni afgrunnsins. Hún lauk upp brunni afgrunnsins, og þá lagði reyk upp af brunninum, eins og af stórum eldsofni, og sólin og loftið var formyrkvað af rejjknum úr brunninum. Engisprett- ur fóru úr reyknum ofan á jörðina, þær voru eins magnaðar og jarðarhögg- ormar.” Opinb. 9 :i—3. í sambandi við Krist, sem var “só! réttlætisins”, var Múhamed eins og villuráfandi stjarna. Og í samanburði við hið skýra himinsenda fagnaöarer- indi frelsarans, voru trúarbrögð Mú- hameds, eins og afgrunnsreykur, sem hafði andlegt myrkur og villu í for með sér. Kristur efldi sitt ríki meö andlegum vopnum, en Múhamed sagði: “Sverðið er lykill himinsins og hel- vítis. Blóðsdropi, sem úthelt er til þess að efla Guðs verk og það, að berj- ast eina nótt með vopnum, er meira virði en tveggja mánaða fasta og bæn. Hver, sem fellur í stríði, mun fá fyrir- gefningu syudanna. Á degi dómsins munu sár. hans ljóma sem rósir, og í staðinn fyrir þá limi, sem menn hafa mist i stríðinú, munu þeir fá engla- v'ængi.” “Engisprettur fóru úr reyknum” (3. og 7. vesinj. Engisprettur, sem eru mikil landplága í Austurálfunni, er hin skýrasta táknmynd upp á hina miklu herflokka Serkja, er komu frá eyði- mörkum Arabíu og dreifðu sér sem engisprettur urn alla Eitlu-Asíu, Balk- anskagann, Palestínu, Sýrland, allan norðurhluta Afríku og inn í Spán, Brunnur afgrunnsins táknar óbyðar auðnir. Og þess konar land er ein- mitt meiripartur Arabíu. Þeir komu eins og ’reiðisvipa yfir hinn gríska og rómverska heim. “Þeim var bannað að granda grasi jarðarinnar og öllum grænum jurtum og trjám, nema þeim mönnum, sem ekki höfðu innsigli Guðs á ennum sinum.” öpinb. 914. iTil þess, að vér getum verið hárviss- ir urn, að þessi spádómur á við Múham- edstrúarmenn, skulum vér tilfæra þá skipun, sem Abu Bekr, eftirmaður Mú-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.