Stjarnan - 01.02.1923, Síða 10
26
STJARNAN
rekki, sem lýsti sér i þessum brúnu
kvenmannsaugum heföi verkaö á hjarta
hins sto’ta birmanska höföingja og kæmi
honum til aö sýna þeim þessa óvanalegu
velvild. Hvernig sem því nú var variö,
þá voru þau hjónin Guöi innilega þakk-
lát fyrir þessa uppörvun við byrjun
ferðarinnar.
Það mesta, sem þau óttuðust, var aö
gjöra ferðina yfir Bengalflóann í annað
sinn, sem í 1813 hafði veitt þeim svo
margar þjáningar. Hér hvurfu aftur
allir erfiðleikar; því hinn göfugi skip-
stjóri bar mikla umhyggju fyrir frú
Judson. Ekki einungis útvegaði hann
sinum veika farþega alt það, sem hún
þurfti meöj en þegar ferðinni var lokið,
vildi hann ekkert fargjald þiggja.
Góðsemi greiddi alstaðar ferðakon-
unni veginn, og ekki sizt í Madras, þar
sem þeir ekki voru búnir að gleyma frú
Judson. Það voru hér um bil tvö ár síð-
an hún fyrst kom til Madras, þar sem
sá möguleiki mætti henni, að hún myndi
fá heimili í Birma, í því landi, sem hún
hafði heyrt svo margar skelfilegar sög-
ur um. Og þó að hrollur hafði farið
um hana við hugsunina um þetta, þá
mælti hún ekki á rnóti; því eins og aðr-
ir sögðu um hana, var það hennar hjart-
ans ósk að fara hvert sem Guði þókn-
aðist að senda hana. Þess konar trú-
menska gleymist ekki fljótlega. Þegar
hún ’kom til Madras í annað sinn, tóku
vinir hennar hana inn á heimili sín og
rnargir voru þeir, sem höfðu ánægju af
að heiðra hana. Eftir sex vikna dvöl í
borginni, bjó hún sig undir að fara aft-
ur til Birma, því heilsa hennar var nú
orðirt miklu betri, en þegar hún kom.
í annað sinn gjörði hún ferðina til
Rangoon. En hve vongóður er maður
ekki, þegar maður sér ákvörðunarstað
sinn fram undan sér, og hve ólík var
ekki þessi ferð í samanburði við hina
fyrri, þegar alt leit svo iskyggilega út.
En hver er þessi lítli nýi farþegi, sem
gengur með frú Judson upp á skipið á
höfninni í ’Mkdras? Lítil stúlka stend-
ur við hlið hennar og veifar hendinni til
vinafólksins í fjörunni. Á hún virkilega
að fara heim með1 frú Judson og hver
getur hún verið? Það verður fljótlega
leyst úr vandamálinu, ef maður fer á
land til að kynna sér nokkra vini frú
Judsons. í þau tvö skifti, sem hún
hafði heimsótt borgina. hafði urigur
maður nokkur sýnt henni vinsemd. Var
hann sonur herforingjans von Som-
meren, sem gjörði þjónustu í hinum
hollenzka her. Þessi ungi maður sýndi
æfinlega trúboðunum velvild og hjálp-
semi. Oft og tíðum fór hann út í skip-
in> sem komu inn á höfnina, og bauð
kristniboðunum, er á þeim komu, að
vera gestir á heimili hans. Á þessu
heimili voru þrjú munaðarlaus börn,
systkinabörn hans, sem honum, eftir
dauða foreldranna, hafði verið trúað
fyrir til uppeldis. Frú Judson lagði ást
sína á yngsta barnið, sem hét Ernily von
Sommeren, og þegar hún hugsaði urn að
fara aftur til Birma, langaði hana mik-
ið til að hafa þessa litlu stúlku með
sér. Dag' nokkurn talaði hún við herra
von Sommeren um þetta, og gaf hann
þetta barn, sem þá var sjö ára gamalt,
umhyggju þeirrar konu á vald, sem
hann bar svo mikla virðingu fyrir.
Þannig vildi það til, að frú Tudson fékk
þessa litlu ferðakonu með sér til Birma.
Á meðan var hinn ungi eiginmaður
hennar sístarfandi í Rangoon til þess að
hann að nokkru leyti gæti gleymt einver-
unni á heimili sínu. Frá dögun til langt
fram á nótt hélt hann áfram að temja sér
málið. Eini tirninn, sem, hann ekki
vann, var þegar hann talaði við hina
innfæddu; en það var jú í raun og veru
að temja sér málið á annan hátt. Það
var ekki einn einasti maður í öllu
Birma ríkinu, sem hann í hjartans ein-
lægni gat samtalað við, eða beðið til
Guðs með. Honurn fanst einveran