Fréttablaðið - 17.11.2018, Side 6

Fréttablaðið - 17.11.2018, Side 6
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Energy in the West Nordics and the Arctic Kynningarfundur 30. nóvember kl 8:00 – 10:00 í Orkustofnun Dagskrá 8:00 Light refreshments 8:30 Opening statement Dr. Guðni A. Jóhannesson, Director General, Orkustofnun 8:40 Energy in the West Nordics and the Arctic Kevin Johnsen, Adviser, Nordic Energy Research 9:15 The Carbfix Project Bergur Sigfússon, Senior Geoscientist at OR 9:30 Alternative Fuels in Ships Sigríður Ragna Sverrisdóttir, General Manager at Hafið 9:45 Alternative Fuels in Vehicles Jón Björn Skúlason, General Manager at Íslensk Nýorka 10:00 End of Seminar. Chairman of the Seminar, Erla B. Þorgeirsdóttir, Manager - Masterplan - Electricity Generation Sjá nánar á: www.os.is Basarinn verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl. 13-16 í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir, prjónavara, heima bakaðar gómsætar tertur og margt fleira. Allir eru hjartanlega velkomnir á basarinn og hvattir til að taka með sér gesti og jólaskapið. Nánari upplýsingar á raudikrossinn.is/reykjavik Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Heilahristings. Heilarhristingur er verkefni þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða nemendur af erlendum uppruna við heimanám og lestur í notalegu og rólegu umhverfi bókasafna borgarinnar. Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins Reykjavík - Kvennadeild DÓMSMÁL Karlmaður var í Héraðs- dómi Vestfjarða á dögunum sýkn- aður af ákæru um ölvunarakstur þar sem ekki þótti sannað að hann hefði ekið bifreiðinni umrætt sinn. Atvikið átti sér stað í mars á þessu ári en þá fékk lögreglan á Vestfjörð- um tilkynningu um umferðar óhapp. Þegar lögreglu bar að garði var mað- urinn sjáanlega ölvaður og með bíl- lyklana í hendinni og bifreiðin var vel fyrir utan veg. Maðurinn neitaði hins vegar að hafa ekið henni. Maðurinn sagðist hafa lagt bif- reiðinni á þessum stað fyrr um kvöldið og hún hefði setið þar föst. Hann hefði farið í partí og síðan á hátíðina Aldrei fór ég suður. Hann hefði aðeins farið í bifreiðina til þess að sækja veski sitt. Þá hafi fólk borið að sem boðist hafi til þess að draga bifreiðina. Umrætt fólk gaf vitnaskýrslu við meðferð málsins fyrir dómi. Þegar fólkið bar að garði hafi bifreiðin verið úti í skurði og maður undir stýri. Það hafi hringt á lögregluna og rætt við manninn þar til hún kom á staðinn. Þá bar annað fólk vitni um að það hefði séð bifreiðina fara út af. Sem fyrr segir neitaði maðurinn sök. Dómari málsins mat það svo að framburður vitna hefði verið misvísandi um hvort bifreiðin var í gangi þegar hún var utan vegar. Þar með þótti ekki sannað að maðurinn hefði ekið fullur en vínandamagn í blóði mældist 2,3 prómill. Sakarkostnaður málsins, rúmar 300 þúsund krónur, greiðist úr ríkis- sjóði. – jóe Sagðist hafa lagt bíl utan vegar og var sýknaður af ákæru um ölvunarakstur KJARAMÁL Nýliðunarvandi ríkir hjá lífeindafræðingum og nú er svo komið að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara. Tæplega fjörutíu pró- sent, 112 af 289, virkra félagsmanna í Félagi lífeindafræðinga (FL) er yfir sextíu ára aldri. Formaður FL segir að fyrst hafi verið varað við stöð- unni fyrir tæpum áratug. „Vandinn er mjög margþættur, bæði hvað varðar orsakir og lausnir. Langvarandi ráðningabann var hjá ríkinu á ákveðnu tímabili sem olli því að lífeindafræðingar streymdu inn á almenna markaðinn. Heilu árgangana vantar því í störf hjá ríkinu,“ segir Alda M. Hauksdóttir, formaður FL. Samtímis hafi tækniframfarir verið miklar í geiranum og framlegð hvers starfsmanns aukist í samræmi við það. Það hafi valdið því að ráða- menn hafi látið viðvörunarorð um nýliðunarvanda og skort á mannafla sem vind um eyru þjóta. „Þó að ríkið nái öllum nýút- skrifuðum til sín næstu fimmtán árin væri það enn í halla. Stærstur hluti þeirra sem eru yfir sextugu er í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og gætu hætt á morgun ef þeir kysu svo. Það tekur Háskóla Íslands sennilega um sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn,“ segir Alda. Hvað menntunina varðar eru einnig hindranir. Til að geta hlotið réttindi sem lífeindafræðingur þarf að ljúka starfsnámi sem er ólaunað. Þá vantar rannsóknarstofurnar oft fjármagn til að geta tekið á móti fleiri nemum þar sem ekki eru til nægilega margir leiðbeinendur. „Ríkið er alls ekki samkeppnis- hæft um launakjör við almenna markaðinn auk þess sem vinnutími og binding hjá stofnunum er ekki aðlaðandi fyrir yngri kynslóðina. Hún sættir sig ekki við að vinna alla daga, allar nætur og hátíðisdaga,“ segir Alda. Verði ekkert að gert blasir við að ráða þurfi erlent starfsfólk. Sá möguleiki er tækur en Alda segir að tungumálaörðugleikar og mismun- andi menntunarstig milli landa geti haft áhrif. Mikilvægt sé að lífeinda- fræðingur skilji bæði það sem fram fer á rannsóknarstofunni og sjúkl- inginn sjálfan. „Það er nauðsynlegt að auka fjár- magn til verklegs og klínísks náms lífeindafræðinga svo að að lágmarki fimmtán á ári útskrifist með dipl- ómagráðu. Þá þyrfti einnig að setja hvata í háskólanámið til að liðka fyrir lausninni. Mögulega væri hægt að bjóða nemanda styrk í stað láns sýni hann eðlilega námsframvindu á meðan verið er að mæta brýnustu þörfinni,“ segir Alda. Einnig leggur hún til að diplóma- árið verði styrkhæft og með því myndist hvatning fyrir þá sem lokið hafa BS-prófi til að fara í diplóma- námið til að öðlast starfsréttindi sem lífeindafræðingur. Að endingu þurfi að bæta starfskjörin hjá ríkinu. joli@frettabladid.is Fjörutíu prósent félaga yfir sextíu ára aldri Alvarleg staða blasir við verði ekki gripið til aðgerða til að auka fjölda lífeindafræðinga á landinu. Fyrst var bent á nýliðunarvandann fyrir tæpum áratug en staðan hefur ekkert breyst. Gætu hætt á morgun segir formaður FL. Það tæki HÍ sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn fyrir þá lífeindafræðinga sem gætu hætt strax. fréttablaðið/vilHelm Þó ríkið nái öllum nýútskrifuðum til sín næstu fimmtán árin væri það enn í halla. Alda M. Hauksdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga lögreglan hafði afskipti af mann- inum vegna gruns um ölvunarakstur. fréttablaðið/ernir 1 7 . n Ó v e M b e R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -8 5 C 4 2 1 6 A -8 4 8 8 2 1 6 A -8 3 4 C 2 1 6 A -8 2 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.